Samvinnan - 01.04.1972, Síða 62

Samvinnan - 01.04.1972, Síða 62
Gottjried Keller (1819— 1890), hið ágæta og ástsæla svissneska skáld, varð brátt náinn vinur málarans fræga, Amolds Böcklins, eftir að sá síðarnefndi hafði setzt að í Ziirich 1885. Þegar Böoklin hafði lokið við hið kunna mál- verk sitt „Spiel der Wellen“ og eftirmynd þess hafði verið stillt út í glugga í einni bóka- búð borgarinnar, urðu bæði lögreglan og almenningur mið- ur sín af hneykslun yfir nokkr- um strípuðum hafmeyjum í bakgrunni myndarinnar. Menn biðu þess eftirvænt- ingarfullir við krárborð þeirra Böcklins og Kellers, hvað hinn mikli höfundur segði um hneykslið. Keller sneri sér al- varlegur í bragði til Böcklins og sagði: — Já, þetta er skrambans góð mynd! Og þessar berstríp- uðu stelpur, sem hneyksla al- menning! Að vísu verður mað- ur að hafa gerspillt ímyndun- arafl til að sjá nokkuð ljótt í þessu, en — guði sé lof — það hef ég! Alexander Kielland (1849— 1906), norski skáldsagnahöf- undurinn, hafði um langt skeið ekki haft stundlegan frið fyrir ungu skáldefni, sem endilega vildi fá hann til að lesa eftir sig handrit að ljóðabók. Að lokum lét Kielland undan, og þegar hann hafði lesið hand- ritið, sagði hann við unga skáldið: — Vitið þér eitt ungi maður, þessi ljóð mundu án efa vekja áhuga Henriks Ibsens .... — Haldið þér það virkilega? spurði ungi maðurinn hrifinn — en ég hélt nú annars að Ibsen væri þeirrar skoðunar, að tími ljóðsins væri liðinn. — Já, samsinnti Kielland, og ljóð yðar eiga eftir að styrkja hann í þeirri sannfær- ingu, að hann hafi rétt fyrir sér. Laó-tse (604—507), kín- verski heimspekingurinn og trúarbragðahöfundurinn, var á sama hátt og Konfúsíus mjög virtur af samtíðarmönnum fyrir vísdóm sinn. Þegar hann var kominn á gamalsaldur, af- réð hann að draga sig í hlé frá veraldarvafstrinu og lifa eftir kenningum sínum í einrúmi. Hann lagði land undir fót, en þegar liann kom að landamær- unum var hann stöðvaður af fylkisstjóra landamærafylkis- ins. sem sagði við hann: — Ég hef heyrt, vitri Laó-tse, að þú hafir afráðið að grafa þig niður í einveruna. Nú bið ég þig, áður en þú hverfur á brott, að færa okkur bók sem hefur að geyma boðskap þinn, svo við getum rifjað upp vís- dóm þinn. Laó-tse varð við ósk hans og samdi hið fræga rit „Taó- te-king“ (Bókin um veginn), en hélt síðan áfram för sinni, og hefur ekkert til hans spurzt síðan. Vísdómsbókin litla varð svo helgirit þeirra kínversku trúarbragða sem nefnd eru taóismi. Hagræðing og hraði Eimskipafélag Islands vinnur sífellt að uppbyggingu skipastólsins með hliðsjón af nýjustu vöruflutningatækni. Hagræð- ing og hraði við lestun og losun skip- anna stuðlar að meiri og betri þjónustu við viðskiptamennina. Hraðferðir „fossanna“ til og frá Evrópu- höfnum, og tíðar ferðir til Bandaríkj- anna með flutning á vörupöllum eða í vörugeymum, stuðla að auknum eininga- flutningum og betri þjónustu að hálfu félagsins. H.F. EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS 62

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.