Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 7
ANDVARI
ROUSSEAU
5
Les Charmettes, heimili frú De Warens. Þar dvaldist Rousseau árin 1732—1741.
til náms hjá tónlistarmanni og með hon-
um ferðaðist hann víða um Suður-Frakk-
land. Þó kom þar, að Rousseau strauk frá
þessum meistara sínum og flakkaði hann
nú langa hríð fótgangandi um Sviss
og Frakkland og lifði stundum á bón-
björgum. Loks snýr hann aftur enn á ný
til frú De Warens (árið 1732). Er hann
þá tvítugur.
Næstu 9 eða 10 árin er hann svo á
vegum frú De Warens, sem gerði hann
að ástmanni sínum, svo ósmekklegt sem
það þó var. Telur Rousseau samvistarár
þeirra einn mesta hamingjutíma ævi
sinnar. 011 þessi ár hafði hann nægar
tómstundir til þess að sinna hugðarefn-
um sínum, lestri og tónlist. Flann lærði
allvel latínu á eigin spýtur, las ósköpin
öll um allt milli himins og jarðar, stærð-
fræði, raunvísindi og sögu, en þó eink-
um heimspeki. Hann les ýmsa öndvegis-
rithöfunda, eins og Montaigne, Descartes,
Leibniz, Bossuet, Locke og Voltaire.
Ilonum skilst, að ýmsir þeirra höfunda,
sem hann las, rituðu ekki í þeim tilgangi
að verða frægir eða til þess að afla sér
vinsælda, heldur af djúpri alvöru, þörf
og skyldu gagnvart sjálfum sér og mann-
kyninu. Rousseau gerir þarna tilraun til
þess að finna sjálfan sig. Rit Voltaires
glæða skilning hans á vandamálum sam-
tíðarinnar. Með honum vaknar löngun
til þess að gerast sjálfur rithöfundur, en
úr því verður þó lítið, því að hitt áhuga-
málið, tónlistin, er tímafrekt, og á þessu
skeiði telur hann sig framar öllu tón-
listarmann. Hann semur sönglög, kennir
tónlist í einkatímum, er jafnvel um hríð
heimiliskennari í Lyon og gekk að því
starfi af miklum áhuga og alvöru. Ritar
hann þá ýmsar hugleiðingar um kennslu
og uppeldi og er þar að finna margar hug-