Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 90

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 90
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON ANDVARI verzlunarsvæði, hvað þá til að taka við þeim íslenzku vörum, sem nú voru á boð- stólum. Framleiðsla landsmanna fór nefni- lega vaxandi þessi árin, þar eð sauð- fjáreign bænda var nú óðum að komast í eðlilegt horf eftir áföll fjárkláðans og Móðuharðindanna, og fiskveiðarnar gengu líka allvel. Neyddust bændur á verzlunarsvæði Eyrarbakka til að reka mikið af sláturfé sínu til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. En það kom útvegs- bændum að góðu haldi um þetta leyti, að nokkrir lausakaupmenn ráku árlega einhverja verzlun á Eyrarbakka, en þó cinkum í Þorlákshöfn og Selvogi. Leið þó ckki á löngu, þar til farið var að am- ast við þeim, ekki sízt vegna verzlunar- innar á hinum tveim síðastnefndu stöð- um, sem ekki töldust löggiltir verzlunar- staðir. Það ólag, sem var á Eyrarbakkaverzlun, vakti að vonum mikla óánægju syðra, og kvörtuðu sýslumenn yfir því við rentu- kammerið haustið 1792. Kváðu þeir raun- ar aldrei hafa verið flutt nóg af nauðsynj- um til Eyrarbakka, síðan fríhöndlun hófst, og einkum væri timburskorturinn mjög bagalegur. Þessar kvartanir sendi kamm- erið svo sölunefnd með tilmælum um, að úr yrði bætt. Það hafði verið áform sölunefndar að komast að einhverri niðurstöðu um mál Petersens kaupmanns, er skipin væru komin frá Eyrarbakka haustið 1792. En hér fór sem áður, að annað skipið komst ekki nema til Noregs þetta haust og náði ekki til Kaupmannahafnar fyrr cn vorið 1793. Nefndarmenn voru sammála um það, að ekki kæmi til mála að halda verzl- uninni lengur áfram á sama liátt, en greindi allmikið á um hvað gera skyldi, og var þæft um þetta alllengi vetrar 1792—93. Meirihlutinn hallaðist þó að því, að nefndin ætti að láta dæma kon- ungi til fullrar eignar allar eignir Peter- sens og selja þær síðan einhverjum, sem tekið gæti að sér verzlun á Eyrarbakka, þótt af sölunni myndi hljótast allt að 10.000 rikisdala tap. Vandamálið var hins vegar að fá kaupanda, sem rekið gæti þessa verzlun sómasamlega, og eftir því sem á veturinn leið, án þess að nokkuð væri afráðið, urðu stöðugt minni líkur til þess, að þetta tækist, áður en íslands- siglingar hæfust. Aðeins einn nefndarmanna, Thodal fyrrum stiftamtmaður, var á annarri skoðun og gerði grein fyrir því í ítarlegu áliti.9 Þar gagnrýndi hann bæði með- fcrðina á Petersen og það, livernig sölu- nefnd hafði rekið verzlunina undanfarin tvö ár. Kvaðst hann alltaf hafa verið and- vígur því, að Petersen væri hafður í varð- haldi, heldur hafi hann viljað, að hon- um væri leyft að fara til íslands og halda verzluninni áfram, cftir að eignir hans höfðu verið skrifaðar upp. Illt eitt hafi hlotizt af varðhaldinu, bæði fyrir Peter- sen sjálfan og verzlunina, og varla myndi nokkur nefndarmanna geta haldið því fram með góðri samvizku, að honum hafi ekki verið gert rangt til. Petersen hafi á sínum tíma algerlega skort fé til að reka verzlunina svo sem skyldi og því gripið til ýmissa neyðarúrræða. Nefndin hafi raunar þegar gert sér grein fyrir fjárhags- vandamálum sumra annarra kaupmanna, sem verið hafi í álíka aðstöðu, og talið sig verða að hjálpa þeim, bæði með því að veita þeim greiðslufrest og aukalán. Thodal taldi það fvllilega afsakanlegt, hvernig Petersen hafði rekið verzlun sína, af því að hann hefði verið þess algerlega vanmegnugur að gera það betur sökum fjárskorts. Hitt væri alveg óafsakanlegt, að söluncfnd, sem ckki hafi skort fé, skyldi hafa rekið verzlunina með sama vanmætti þau tvö ár, sem hún hafi haft hana undir höndum, og meira að segja þannig, að vörueign hennar hafi minnkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.