Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 95

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 95
ANDVARI VERZLUN SÖLUNEFNDAR A EYRARBAKKA ARIN 1791—95 93 stöfun óþarfa, er til kom, enda komst bréf sölunefndar ekki til hans fyrr en í maí 1795, og gerði hann þá með réttu ráð fyrir, að kaupandi verzlunareignanna á Eyrarbakka, eða umboðsmaður hans, kæmi á hverri stundu og ekki tæki því að setja Petersen lrá verzluninni í millitið- inni. Kaupandi Eyrarbakkaverzlunar var Johan Christian Sunckenberg, sem rekið hafði verzlun í Reykjavík síðan 1788, en þar hafði hann áður starfað sem kaup- maður konungsverzlunarinnar. Hafði verzlun hans í Reykjavík gengið vel, og var hann allvel efnaður og vildi gjarnan færa út kvíarnar, þar eð allmargar verzl- anir höfðu nú verið settar upp í Reykja- vík, svo að ekki var eins gróðavænlegt þar og áður. Eignimar á Eyrarbakka fékk hann með álíka kjörum og kaupmenn höfðu almennt fengið verzlunareignirnar árið 1788, og skyldu þær, eins og þá hafði verið áskilið, borgast vaxtalaust á 10 árum. Auk þess fékk hann 16.000 ríkisdala pen- ingalán, sem átti að borgast með 4% árs- vöxtum á átta árum, og hafði sölunefnd greinilega áttað sig á þvi, að allmikið fé þyrfti til að reka Eyrarbakkaverzlun. Sun- ckenberg rak síðan verzlunina á Eyrar- bakka til dauðadags árið 1806. Petersen kaupmaður hrökklaðist þannig fyrir fullt og allt frá Eyrarbakka árið 1795, og var hann ekki síðan viðriðinn neina verzlun á íslandi. Eftir komu sína til Kaupmannahafnar reyndi hann að fá einhverja leiðréttingu mála sinna hjá sölu- nefnd og stjórninni, en varð lítið ágengt. En vegna þess að honum hafði verið sagt upp verzlunarstjórastarfinu með mjög stuttum fyrirvara, féllst nefndin að lok- um á að greiða honum laun í eitt ár eftir uppsögnina. Aftur á móti aftók hún með öllu að útvega honum annað starf eða þá eftirlaun úr konungssjóði fyrir all- langan starfsferil við íslenzku verzlunina. Þá fór Petersen fram á skaðabætur fyrir þá meðferð, sem hann hafði sætt í Sönder- borg, er hann var fyrst hafður þar í haldi, án þess að endanlegur dómur væri lát- inn ganga í máli hans, og síðan neyddur til að vera áfram í Sönderborg og orðið að eyða þannig tveimur árum í algcru aðgerðarleysi. Hann hafði ekki heldur fengið neina greinargerð hjá sölunefnd fyrir rekstur verzlunarinnar þessi tvö ár, þótt svo væri látið heita, að hún væri rekin í nafni hans. Fór hann fram á það við kansellíið, að skipaðir yrðu sérstakir menn til að rannsaka málið eða sér yrði veitt leyfi til ókeypis málshöfðunar. Hvor- ugt var þó gert, því að sölunefnd benti á, að Petersen hefði sjálfur fallizt á þessa málsmeðferð og ekki heldur mótmælt, er eignir hans voru endanlega dæmdar kon- ungi. Með því að haga málinu eins og gert var, kvaðst nefndin hafa í lengstu lög verið að reyna að hlífa Petersen þrátt fyrir ýmsar ávirðingar hans og ætlað að gera honum fært að taka við verzluninni aftur.18 Petersen varð þannig ekkert ágengt, þótt hann væri að þjarka um þetta við sölunefnd og ýmsar stjórnardeildir allt fram á árið 1810. Eftir það mun hann hafa lagt árar í bát í þessu máli, og er ekki ljóst, hvernig hann hafði ofan af fyrir sér, eftir að hann kom frá Islandi. Ekki fer þó hjá því, að hann hafi átt heldur erfitt uppdráttar, því að það voru fleiri lánardrottnar en sölunefnd, sem átt höfðu kröfur á hendur honum, en hins vegar ekki náð neinu af eignum hans. Verzlunarrekstur sölunefndar á Eyrar- bakka árin 1791—95 er að ýmsu leyti allsérkennilegt fyrirbæri og dró raunar dilk á eftir sér. Nefndin var skipuð í árs- byrjun 1887 til að undirbúa og annast sölu allra eigna íslenzku konungsverzl- unarinnar. Skyldi hún svo fylgjast með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.