Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 10
8
SÍMON JÓII. ÁGÚSTSSON
ANDVARI
mörgu samtíðarmenn okkar, sem óttast
að mannkyniS fari sér aS voSa, stofni til-
veru sinni í hættu meS uppfinningum
sínum og tækni, feta vitandi og óvitandi
í spor Rosseaus og beita aS breyttu breyt-
anda sömu rökunr og hann.
Rousseau varS á svipstundu frægur
maSur, raunar mjög umdeildur. Ferli
bans sem hugsjónamanns og brautrySj-
anda hefSi nú getaS veriS lokiS, ef bann
hefSi sótzt eftir auSi og metorSum, sem
bvorttveggja stóS honum til boSa. Nú
brast bann hvorki þrck né kjark. ÞaS mun
cins dæmi um mann í Frakklandi á þess-
ari ritskoðunaröld, að hann ritaði aldrei
bækling né bók, nema undir fullu nafni.
Hann hafnaði vellaunuðum málamyndar-
stöðum, sem áhrifamenn buðu honum.
Ber þetta hvorttveggja vitni bugrekki hans
og siSferðisþreki. Fastra tekna, sem nægðu
honum til framfæris, aflaði bann sér með
nótnaskrift. Ilún varð honum það, sem
glerslípunin var Spinoza.
Um það leyti, sem Rousseau fékk köll-
un sína, fór bann að kenna illkynjaðs
blöðrusjúkdóms, sem þjáði bann síðan
alla ævi. Haustið 1749 ætluðu læknar
honum ekki lengra líf en svo sem sex
mánuði.
Arið 1754 birti hann ritgerð sína um
upprunann að misrétti manna. (Discours
sur l’origine et les fondements de l’inéga-
lité parmi les hommes). Er hún miklu
veigameiri og lengri en hin fyrri. Samdi
hann hana í Genf og tileinkaði fæðingar-
borg sinni hana. Þegar hann gerðist ka-
þólskur, fyrirgerði hann þar með borgara-
rétti sínum í Genf. Nú var hann orðinn
frægur maSur og virtur. Hvarf hann nú
aftur til kalvínstrúar og naut við trúar-
skiptin mikils góðvilja þeirrar nefndar,
er um mál hans fjallaði.
Nú hefjast hin mestu hamingjuár og
heztu starfsár Rousseaus. Frú d’Epinay,
auðug og menntuð aðalskona, lét reisa
handa honum lítið en hentugt hús, Ermi-
tage, Hús einsetumannsins, í landareign
sinni í Montmorency, og var liann þar
ásamt Theresu gestur hennar. Hinn 9.
apríl 1756 fluttist hann í húsið og var
þar rúmt ár, en dvaldist siðan á vegum
annarra aðalsmanna þar í nágrenninu
fram á árið 1762. Tryggustu vinir
Rousseaus, sem reyndust honum bezt,
voru menntaðir menn og konur af franska
háaðlinum. Á þessum 6 árum voru af-
köst hans með ólíkindum, og ritaði hann
þá flest frægustu verk sín: BréfiS til
d’Alemberts um sjónleiki, sem er allstór
bók. Veittist hann þar mjög að leikhús-
um og sjónleikjum. Skáldsaga hans Julie
ou la Nouvelle Héloise kom út 1761,
Þjóðfélagssamningurinn (Le Contrat
Social) og Emil komu út sumarið 1762.
Aðeins tvö merk rit samdi hann síðar,
Játningar (Les Confessions) og Dag-
drauma einmana göngumanns (Réveries
du promeneur solitaire), sem hann lauk
aldrei viS. Komu þau bæði fyrst út að
honum látnum.
Dvöl Rousseaus í Montmorency var á
flestan hátt afdrifarík fyrir hann. Þar
naut hann fyrst sjálfs sín. A örfáum ár-
um auðnaðist honum að inna af hendi
það þrekvirki, sem sett hefur síðan svip-
mót á vestræna menningu. Þarna í kyrrð-
inni og sveitasælunni varð hann svo sam-
gróinn náttúrunni, aS honum fannst líf
manna í borgum meingallað, og væri þess
ekki að vænta, aS þeir fyndu þar sanna
lífshamingju. Revenons á la nature, hverf-
um aftur til náttúrunnar, verður við-
kvæði hans. Þarna skildu leiðir hans og
alfræðinganna að fullu, svo sem Diderots,
Voltaires og d’Alemberts, sem flestir voru
raunhyggjumenn og rökhyggjumenn.
Þarna kynntist hann frú d’Houdetot,
ungri og gáfaðri konu. Hún er sennilega
eina konan, sem hann felldi hreina og
djúpa ást til. Drauminn um hana tjáir