Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 37

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 37
ANDVAIU DRAUMAR JÓREIÐAR 35 syni. Og jafnframt er látinn í ljós harmur yfir því, að barátta þessara manna nægði ekki til þess að varðveita sjálfstæði lands- ins gegn ásókn hins erlenda valds. Draumasagan er á þessa leið: Sá maður bjó suður í Miðjumdal, skammt frá Laugarvatni, er Páll var nefndur. Mær sú var með honum 16 ára gömul, er Jóreiður hét Hermundsdóttir. Hana dreymdi nótt eina, að hún þóttist úti stödd þar á hlaði í Miðjumdal. Sá hún þá konu ríða vestan fyrir hlaðið á gráum hesti í dökkum klæðum. Mikill var hesturinn og svo konan. Jóreiður þótt- ist spyrja, hvaðan hún kæmi. „Norðan kem eg,“ segir hún, „úr násheim" (þ. e. heimur dauðra). „Hvað veiztu til Þor- varðs?“ segir mærin. „Það veit eg all- gerla,“ segir draumkonan og kvað vísu: 1. Hann es hurð fyr heim | brynjaður í sveim, | eru brennumenn þá | mann- hundar hjá | mannhundar hjá. | Skýring vísunnar er þannig: Hann er vörn heims, fullhuginn, sem brýzt gegnum vopna- þröng óvinanna. Hins vegar eru brennu- rnenn mannhundar hjá. „Er nokkurt mark að því, sem þú segir mér?“ kvað mærin. „Mark er þér, | sem þínum föður | og öllum yðrum | áttniðjungum. | Setning þessi virðist fram komin til þess að vekja athygli lesenda á merkingu draumanna, táknmáli þeirra og gildi. „Hvar eru brennumenn?" kvað mærin. Draumkonan svarar: Eru menn þá | er þeim vegnar svá | heldur vísast þeim | í helju heirn | í helju heim. | „Hvað ætla þá, er þeim vegnar svá?“ kvað mærin. „Þá ætla þeir með illvilja sínum að koma heiðni á allt landið." Þá vaknaði Jóreiður. Síðasta setningin þarf athugunar við. Brennumenn, sem hér eru nefndir, eru menn þeir er stóðu að Flugumýrarbrennu. Erfitt er að hugsa sér, hvernig þeir hafi ætlað að koma heiðni á landið að nýju. Líklegt er því, að hér sé um hugtaka- brengl að ræða og þýði heiðni hér kon- ungsvald. En foringi brennumanna, Eyj- ólfur Þorsteinsson, féll fyrir Þorvarði Þór- arinssyni í Þverárbardaga. Enn dreymdi Jóreiði sex nóttum síðar þessa sömu konu og spurði hvaðan hún nú kærni. „Norðan úr sveitum," segir hún. „Hvað veiztu nú til Þorvarðs?" spyr hún. Hin svarar: Nú es Þorvarði | þröngt of hjarta | þó es buðlungi | bót it næsta | bót it næsta. | (Buðlungur þýðir höfð- ingi). „Hvað er um Steinólf, bróður hans?“ Hún kvað: „Nú es Steinólfur [ í styrstraumi | á stagli píndur | með Agli. | Ves þú vinur | vinar míns, en ek mun með svinnum | at saka bótum.“ | Stein- ólfs er hvergi getið nema að hann var í Geldingaholti með Oddi þá er hann var veginn. Síðan vaknaði Jóreiður. Enn dreymdi Jóreiði, að kona þessi kom að henni. Var hún nú í bláum klæð- um og sýndist konan mikilúðleg. Reið hún þá enn gráum hesti. Draumkonan sagði nú til nafns síns og kvaðst heita Guðrún Gjúkadóttir. Og er nafn hennar frægt úr Völsungasögu og Eddukvæðum. Mærin spyr hana þá: Hvað veiztu nú til Gissurar Þorvaldssonar?" Hún kvað vísu: Minnir milding [ morgin sáran | hvort mun Gissuri | ganga að óskum? | Vildak að óskum öðlings syni | öll ævi sín | eftir gengi. (Mildingur = höfðingi). Vísan er útlögð: Höfðinginn minnist morgunsins sárlega; hvort mun Gissuri ganga að óskum? Ég vildi að ævin öll gengi höfðingjasyninum að óskum. „Hversu er þá,“ segir mærin, „ef svo fer?“ „Þá ræður hann íslandi til aldur- slita," segir draumkonan. „Er þér vel til hans?“ segir mærin. „Harla vel,“ segir hún. „Hvernig er þér til Þorvarðs?" segir mærin. Hún segir: „Allir þykir mér þeir góðir fuglar sem hátt fljúga." „Hvernig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.