Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 64
62
ÞÓRHALLUR VXLMUNDARSON
ANDVARI
Tengsl samtíðar og sögu.
Þessa flugleið, sem hér hefur verið lítillega lýst, flugum við dr. Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður, Gísli Gestsson safnvörður og sænski fornleifafræðingur-
inn Rolf Petré, sem réðumst til Vínlandsferðar 12. júlí 1962 til þátttöku í rann-
sóknarleiðangri Ingstadshjónanna á norðurodda Nýfundnalands.
Ég hafði gaman af að spjalla við flugmennina á leiðinni til Ný-Jorkar. Flestir
mundu ætla, að íslenzkir flugmenn væru dæmigerðir nutímamenn í þeim skiln-
ingi, að í huga þeirra kænxist ekkert að nema tækni og nýjungar, en ég hef hvað
eftir annað orðið var við, a,ð margir þeirra hafa vakandi áhuga á sögulegum og
þjóðlegum fræðum. Ég sýndi flugmönnunum uppdrætti, sem ég hafði gert af
ferðum Vínlandsfara, en þeir færðu görnlu örnefnin inn á sín kort. Ef til vill
eiga þeir eftir að útbreiða fróðleikinn eins og íslenzku flugmennirnir á Græn-
landi, en Örn Eiríksson sagði mér í fyrrasumar vestur í Eiríksfirði, að hann væri
búinn að kenna Dönurn þar að nefna Narssarssuaq Stokkanes. Annað glöggt
dæmi um söguáhuga íslenzkra flugmanna er, að einn þeirra, sem flugvél okkar
stýrðu, Skúli Steinþórsson, er skráður nemandi í norrænudeild Háskólans og
sótti m. a. rannsóknaræfingar á síðastliðnum vetri um vandamálið Vínland-
Vinland. Þannig má nú á dögum finna skcmmtileg dæmi um, að enn lifir í fræða-
kolum íslendinga á tækniöld.
Og í dæminu urn Loftleiðamenn og Vínlandsfarana takast samtíð og saga í
hendur á eftirminnilegan hátt. Loftleiðamenn xnega heita íslenzkir arftakar
Vínlandsfaranna fornu, þar sem þeir halda uppi llugferðum norðvesturleiðina
yfir Atlantshaf, sömu leiðina sem Vínlandsfararnir sigldu. Því mega þeir sannar-
lega vera — og eru — minnugir þessara landsmanna sinna, sem brutust fyrstir
manna yfir hfð opna og veðrasama úthaf milli gamla og nýja heimsins. Og þeir
hafa betra tækifæri en flestir aðrir til að halda á loft minningu Vínlandsfaranna
og gætu sjálfir jafnvel sótt nokkurn styrk til vitundarinnar um framtak forfeðr-
anna. Það hlýtur að vera kynleg tilfinning, sem grípur íslenzkan Loftleiðamann,
er hann lítur úr stjórnklefa flugvélar sinnar, búnum livers kyns mælitækjum,
niður yfir hvítfextar öldur Atlantshafs, verður hugsað til landsmanna sinna,
sem sigldu í hátskeljum sömu leið fyrir þúsund árum, jafnvel með konur, börn
og búpening, og minnist afreka þeirra Bjarna Herjólfssonar frá Drepstokki í
Flóa, sem fyrstur hvítra rnanna mun hafa augum litið hinn nýja heim, Leifs
Eiríkssonar frá Eiríksstöðum í Haukadal, sem fyrstur Evrópumanna er talinn
hafa stigið þar fæti á land, Þorfinns karlsefnis frá Höfða á Höfðaströnd, sem
tilraun gerði til landnáms í hinum nýja heimi, konu hans, Guðríðar Þorbjarnar-
dóttur frá Laugarbrekku á Snæfellsnesi, sem sögð er hafa farið allt frá Vínlandi
í vestri til Rómaborgar í austri og mun því mega telja víðförlustu konu heims á