Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 47

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 47
ANDVARI 13ARNAFOSS í IIVÍTÁ 45 brast spöngin þegar og greip fossinn hann með því afli sem enginn mannlegur mátt- ur fékk rönd við reist. En það varð Jakobi til lífs að slitnaði bandið eða skarst í sundur. Hefði hann annars án alls efa blotið að fylgja þar félaga sínum og fara sömu för, því enginn dregur af Ilvítá á þessum slóðum, það er hún hefur einu sinni náð tökum á. Umbrot hennar í þess- ari þröngu kví hrauns og forngrýtis eru feiknleg. Það er cnn til sönnunar hinni gömlu sögn um steinbogann, að nú eru þarna tveir bogar yfir ána, sem á undangengn- um árum hafa verið að koma æ betur í ljós. Er annar örskammt fyrir ofan brúna, sem þarna er á ánni, en hinn í sjálfu foss- gljúfrinu. Ekki eru þeir fýsilegir til yfir- göngu og mega heita ófærir með öllu. Þó hef ég heyrt að einhverjir ungir æsimenn segi af sér þá sögu að þeir hafi gengið bogann í gljúfrinu. Veit ég ekki hvað í því er hæft, en hitt er víst að slíkt væri furðulega gálaust atferli og engum til frægðar að hætta þannig lífi sínu án allrar nauðsynjar, því að þar er alls ekk- ert til bjargar, hvað lítið sem út af ber. Víst ber áin þarna þann grimma svip tortímingar, sem engu þyrmir, og spáir illu einu hverjum þeim sem að henni fer með óþörfum glannaskap. En gangi maður nokkru neðar og helzt spölkorn niður fyrir brúna sunnan ár- innar, þá blasa við Hraunfossarnir. Það eru þeir, sem um aldir hafa gert þennan stað frægan, blátt áfram vegna þess að þeir eiga engan sinn líka á þessu landi og sennilega þó víðar væri leitað. Og það eru þeir sem halda Hvítá auðri langt niður um hérað, þó önnur vötn séu löngu komin á hellugadd. Þarna fellur til Hvít- ár geysimikið vatn og silfurtært af því landi, sem forðum grófst undir gráum straumi Hallmundarhrauns. A stóru svæði móti suðri, undir hraunkambinum, foss- ar vatnið út á mótum hraunsins og hinna gömlu berglaga, sem Hvítá hefur grafið göngin í og grefur neðar og neðar. Þar sem aðalvatnsmagnið kemur undan hrauninu fellur það á einum stað fram á sérkennilega slétta bergflá og þaðan þver- hnípt í ána. Þessi staður, þar sem Hraunfossarnir gera garðinn frægan, urðarbrekkan milli hraunbrúnar og ár, heitir mjög sérkenni- legu nafni, hann heitir Girðingar og bendir margt til þess að nafnið sé gamalt. Nafn sitt dregur hann af mannvirkj- um, er þarna má enn glögglega sjá, en það eru grjótgarðar er hlaðnir hafa verið þvert í brekkuna og hefur staðurinn ber- sýnilega verið notaður til fjárgeymslu. Ekki veit ég fyrir víst í hvaða tilfellum fé hefur verið þarna geymt, þó margs megi geta sér til. Það er t. d. hugsanlegt að undir ýmsum kringumstæðum hafi það þótt hagkvæmt að geta geymt þarna fé svo á hausti sem vori, frá búi staðarins á Gilsbakka, sem landið á, eins og fyrr getur, þó meðal bæjarleiðarspölur sé þang- að heimanað og heldur ógreiðfær. En hér gæti fleira komið til greina. Urðin undir hraunkambinum er vaxin lyngi og birkikjarri. Þar mun fyrrurn hafa þótt gott til beitar í vorharðindum og talin lífgrös er þar uxu, þar hélzt varla snjór þá er sól tók verulega að hækka á lofti. Hraunbrúnin skýldi fyrir norðan- næðingnum og lindir hraunsins gerðu sitt til þess að halda þessari jörð rakri og frostlausri, þó annarstaðar væri hjarn og moldrokinn berangur. Um það eru gaml- ar sagnir og óyggjandi að heylausir menn björguðu fé sínu frá hordauða á útmán- uðum með því að fá leyfi prestsins á Gilsbakka til þess að reka féð í Skógar- hraun. Er víst að það hefur borið við fram á síðustu tugi aldarinnar sem leið. Hafa þeir efalaust beitt fénu vítt um hraunið á daginn og fylgt því jafnan. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.