Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 111

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 111
ANDVARI ÁHRIF KENNINGA I. 1>. PAVLOFFS A SOVÉZKA SÁLARFRÆÐI 109 eldis við mótun sálarlífs manna, byggðist á hráum empírisma, og gerði sig einnig seka um að færa sér gáfnapróf í nyt. A þessum tíma höfðu sovézkir sálfræð- ingar lítt kynnt sér físíólógíu Pavloffs, og höfðu ekki lagt neina áherzlu á að hagnýta hana í þágu sálfræðinnar. Þeir marxistar, sem bezt þóttu kunna sín fræði, sökuðu Pavloff urn bíólógisma, barna- lega efnishyggju, jafnvel agnostisisma. Á næstu árum eftir tilskipun Stalíns gerðist lítið í sovézkri sálarfræði. Ástæðan var ekki aðeins sú, að það tók nokkurn tíma fyrir sálfræðingana að venja sig við að vinna innan takmarka tilskipunarinn- ar, heldur fyrst og fremst sú, að allt and- legt líf í landinu var þá smám saman keyrt í viðjar hins svokallaða stalínisma, með þeim afleiðingum að allt vísinda- starf lagðist að mestu niður í mörgum vís- indagreinum um 20 ára skeið. Þó gerðist það í sálarfræðinni, að árið 1946 kom út eitt höfuðverk sovézkrar sálarfræði frá upphafi, „Grundvöllur al- mennrar sálarfræði" eftir Sergéj L. Rú- bínstejn. í þessu verki dró Rúbínstejn saman helztu ályktanir og niðurstöður af þróun sálarfræðinnar frá byltingunni og beitti við það vísindalegri samvizku- semi og heiðarleik, sem var óvenjulegt á þessum tíma. Bókin var rituð af mikilli elju og lærdómi og er helzta rit sovézkrar sálarfræði enn þann dag í dag. Rúbín- stejn andaðist árið 1961, aðeins rúmlega sextugur. Á árinu 1950 gerðist sá höfuðatburður í sovézkri sálarfræði, að þá var kölluð saman ráðstefna Vísindaakademíu Sovét- rikjanna og Læknavísindaakademíunnar til að ræða vandamál sálfræðinnar. Þar var endanlega samþykkt og skipað fyrir um það, að kenning Pavloffs um lögmál æðri taugastarfsemi skyldi vera grund- völlur, alfa og omega sovézkrar sálar- fræði. Jafnframt voru gerðar ráðstafanir til þess að skipuleggja allar rannsóknir í sálarfræði og uppeldisvísindum sam- kvæmt því. Uppfrá þeim tíma hefur öll sovézk sálarfræði byggzt á verkum Ivans Petrovits Pavloffs (1849—1936), og verð- ur ekki tölu kastað á allan þann aragrúa rita og greina, sem síðan hefur verið saminn undir titli, sem orða mætti eitt- hvað á þessa leið: „Físíólógíukenning hins mikla rússneska vísindamanns I. P. Pavloffs og sovézk sálarfræði“. Kenning 1. P. Pavloffs um æSri taugastarfsemi. Ég mun nú í stuttu máli reyna að skýra frá höfuðuppistöðunni í kenningu Pavloffs um æðri taugastarfsemi og sýna, hvernig sovézk sálarfræði færir sér hana í nyt. I upphafi vísindamannsferils síns fékkst Pavloff við rannsóknir á sam- lögun og úrholdgun (assimilasjón og dissimilasjón), og í beinu framhaldi af því tók hann að rannsaka taugaferli, sem stjórnuðu þessum fyrirbærum. Hann ein- beitti sér því æ meir að rannsóknum á taugakerfi mannsins, unz hann helgaði sig þeim eingöngu. Oxullinn í kenningu Pavloffs er hug- takið viðbragð (reflex). Sjálft hugtakið á rót sína að rekja til Decartes, en orðið „reflex“ notaði fyrstur manna A. Mont- pellier á 18. öld. Höfuðforsendan fyrir þessari kenningu, eins og hún er hjá Pavloff, er fullyrðingin um tengsl líkarna við umhverfið, og er þá litið á áreitið sem orsök viðbragðsins. Þessi tengsl eiga sér stað með tvenns konar hætti: Með skilyrðislausum og skilyrðisbundnum við- brögðum. Skilyrðislaust viðbragð nefnist viðbragð, sem er mönnurn eiginlegt sam- kvæmt meðfæddum, arfgengum hæfileik- um. Óbreyttar aðstæður, sem hafa virkað á líkamann árþúsundum sarnan, hafa skapað líffæri, sem bregðast við nákvæm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.