Andvari - 01.06.1963, Page 111
ANDVARI
ÁHRIF KENNINGA I. 1>. PAVLOFFS A SOVÉZKA SÁLARFRÆÐI
109
eldis við mótun sálarlífs manna, byggðist
á hráum empírisma, og gerði sig einnig
seka um að færa sér gáfnapróf í nyt.
A þessum tíma höfðu sovézkir sálfræð-
ingar lítt kynnt sér físíólógíu Pavloffs,
og höfðu ekki lagt neina áherzlu á að
hagnýta hana í þágu sálfræðinnar. Þeir
marxistar, sem bezt þóttu kunna sín fræði,
sökuðu Pavloff urn bíólógisma, barna-
lega efnishyggju, jafnvel agnostisisma.
Á næstu árum eftir tilskipun Stalíns
gerðist lítið í sovézkri sálarfræði. Ástæðan
var ekki aðeins sú, að það tók nokkurn
tíma fyrir sálfræðingana að venja sig við
að vinna innan takmarka tilskipunarinn-
ar, heldur fyrst og fremst sú, að allt and-
legt líf í landinu var þá smám saman
keyrt í viðjar hins svokallaða stalínisma,
með þeim afleiðingum að allt vísinda-
starf lagðist að mestu niður í mörgum vís-
indagreinum um 20 ára skeið.
Þó gerðist það í sálarfræðinni, að árið
1946 kom út eitt höfuðverk sovézkrar
sálarfræði frá upphafi, „Grundvöllur al-
mennrar sálarfræði" eftir Sergéj L. Rú-
bínstejn. í þessu verki dró Rúbínstejn
saman helztu ályktanir og niðurstöður
af þróun sálarfræðinnar frá byltingunni
og beitti við það vísindalegri samvizku-
semi og heiðarleik, sem var óvenjulegt á
þessum tíma. Bókin var rituð af mikilli
elju og lærdómi og er helzta rit sovézkrar
sálarfræði enn þann dag í dag. Rúbín-
stejn andaðist árið 1961, aðeins rúmlega
sextugur.
Á árinu 1950 gerðist sá höfuðatburður
í sovézkri sálarfræði, að þá var kölluð
saman ráðstefna Vísindaakademíu Sovét-
rikjanna og Læknavísindaakademíunnar
til að ræða vandamál sálfræðinnar. Þar
var endanlega samþykkt og skipað fyrir
um það, að kenning Pavloffs um lögmál
æðri taugastarfsemi skyldi vera grund-
völlur, alfa og omega sovézkrar sálar-
fræði. Jafnframt voru gerðar ráðstafanir
til þess að skipuleggja allar rannsóknir í
sálarfræði og uppeldisvísindum sam-
kvæmt því. Uppfrá þeim tíma hefur öll
sovézk sálarfræði byggzt á verkum Ivans
Petrovits Pavloffs (1849—1936), og verð-
ur ekki tölu kastað á allan þann aragrúa
rita og greina, sem síðan hefur verið
saminn undir titli, sem orða mætti eitt-
hvað á þessa leið: „Físíólógíukenning
hins mikla rússneska vísindamanns I. P.
Pavloffs og sovézk sálarfræði“.
Kenning 1. P. Pavloffs um æSri
taugastarfsemi.
Ég mun nú í stuttu máli reyna að
skýra frá höfuðuppistöðunni í kenningu
Pavloffs um æðri taugastarfsemi og sýna,
hvernig sovézk sálarfræði færir sér hana
í nyt.
I upphafi vísindamannsferils síns
fékkst Pavloff við rannsóknir á sam-
lögun og úrholdgun (assimilasjón og
dissimilasjón), og í beinu framhaldi af
því tók hann að rannsaka taugaferli, sem
stjórnuðu þessum fyrirbærum. Hann ein-
beitti sér því æ meir að rannsóknum á
taugakerfi mannsins, unz hann helgaði
sig þeim eingöngu.
Oxullinn í kenningu Pavloffs er hug-
takið viðbragð (reflex). Sjálft hugtakið á
rót sína að rekja til Decartes, en orðið
„reflex“ notaði fyrstur manna A. Mont-
pellier á 18. öld. Höfuðforsendan fyrir
þessari kenningu, eins og hún er hjá
Pavloff, er fullyrðingin um tengsl líkarna
við umhverfið, og er þá litið á áreitið
sem orsök viðbragðsins. Þessi tengsl eiga
sér stað með tvenns konar hætti: Með
skilyrðislausum og skilyrðisbundnum við-
brögðum. Skilyrðislaust viðbragð nefnist
viðbragð, sem er mönnurn eiginlegt sam-
kvæmt meðfæddum, arfgengum hæfileik-
um. Óbreyttar aðstæður, sem hafa virkað
á líkamann árþúsundum sarnan, hafa
skapað líffæri, sem bregðast við nákvæm-