Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 55
ÆVAR R. KVARAN:
STANISLAVSKÍ
Ár 1866. Sveitasetur þrjátíu rastir frá
Moskvu, skammt frá einum brautarpall-
inum við jámbrautarlínuna frá Tarosovka
til Jaroslav. Hrörlegt langhús. Lítið leik-
sviS. Ferðasjöl notuð sem leiktjöld. Tákn-
ræn hópsýning að þeirra tíma hætti. Það
er verið að sýna árstiðirnar fjórar. Þriggja
ára gamall snáði á að vera táknmynd
vetrarins. Á miðju leiksviði stendur lítið
grenitré, greinarnar vafðar í baðmull.
Litli snáðinn situr á gólfinu klæddur loÖ-
feldi, með loðhúfu og grátt skegg, sem
alltaf er að brettast upp. Hann veit ekk-
ert hvert hann á að horfa eða hvað hann á
að gera. Hann finnur til óafvitandi óbeitar
á þessu tilgangslausa aðgerðarleysi á leik-
sviðinu. Það er klappað fyrir snáða. Það
gleÖur liann. Hann er færður til. Og
nú á aftur að draga frá tjaldið. Fyrir
framan hann er kveikt á kerti, sem er
falið á bak við trjágreinar og á að tákna
hál. Litli snáðinn hefur skíðisbút í hendi
og á að láta sem hann stingi honum í
bálið. AuÖvitað er honum stranglega
bannað að gera það í raun og veru. En
honum virðist þetta með öllu tilgangs-
laust. Tjaldið hefur naumast verið dregið
fi'á, þegar sá litli teygir fram höndina og
stingur skíðisbútnum í eldinn, fullur
áhuga. Það kviknar í haðmullinni og síðan
í trénu. Uppþot á áhorfendasvæðinu.
Litla snáðanum er lyft upp, farið með
hann gegnum húsagarðinn — og hann
grætur beisklega.
Þarna kemur fram í fyrsta skipti maður,
sem á eftir að hafa dýpri áhrif á leiklist
tuttugustu aldar en nokkur maður annar:
Konstantín Sergeivitsj Stanislavskí.
I hugarheimi leikarans hafa fá nöfn
sterkari hljóm. Hann er fæddur í Moskvu
17. janúar 1863, og eru því einmitt
hundrað ár frá fæðingu hans í ár. Hann
var af auðugri fésýslumannaætt, en helg-
aði allt líf sitt leikhúsinu. Eins og hér að
framan er getið, kom hann fyrst fram í
áhugamannaleiksýningum, og voru þær
fyrstu í einkaleikhúsi á sveitasetri föður
hans. Þeir, sem hafa andað að sér hin-
um undarlega ilmi leiktjalda, skilja hvers
vegna þessi maður, sem fæddur var til
frama í sínu þjóðfélagi, sakir ættar og
mannkosta, varð ástfanginn af leikhús-
inu og list þess. Stanislavskí tók leiklistar-
nám sitt mjög alvarlega, og varð nemandi
hinna miklu rússnesku leikara Sadovskís,
Maríu Savínu og Yermolovu. Það var
einmitt á þessum námsárum, sem ítalski
leikarinn Ernesto Rossi hafði svo djúp
áhrif á skoðanir Stanislavskís á leiklist,
og lýsir hann því í ævisögu sinni Líf í
Hstum, sem Ásgeir Blöndal Magnússon
hefur íslcnzkað. Þegar hann fjallar um
meðferð Rossis á Rómeó, segir hann
meðal annars: „Hann lýsti innri gerð
persónunnar á fullkominn hátt.“ „Þessi
dásamlega hugmynd, að cndurspegla allt
það, sem hezt er og dýpst í skapandi anda
hans . . . að hlaða sig anda persónunnar