Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 87
ANDVARI
VERZLUN SÖLUNEFNDAR Á EYRARBAKKA ÁRIN 1791—95
85
reikningsskilum Petersens vegna konungs-
verzlunarinnar og þau höfðu verið borin
saman við reikninga stiftamtmanns yfir
peninga þá, sem hann hafði tekið við
frá hinum ýmsu konungsverzlunum, að
það kom í Ijós, að þessir 2000 ríkisdalir
höfðu orðið innlyksa hjá Petersen. Að
viðbættum fyrrnefndum halla á reikningi
hans honum í óhag, skuldaði hann þannig
konungssjóði rúma 5100 ríkisdali auk
skuldanna fyrir verzlunareignirnar.
Þegar sölunefnd fékk vitneskju um
þessar óvæntu skuldir Petersens, krafði
hún hann um borgun þegar í stað, eða
hann setti að minnsta kosti einhverja ör-
ugga tryggingu fyrir greiðslu skuldanna.
En hann gat hvorugt, og nefndin aftók að
veita honum nokkurn greiðslufrest eða
aðra ívilnun, þótt hann færi þess ein-
dregið á leit. Beitti sölunefnd hann
þannig ólíkt meiri hörku en suma aðra
kaupmenn, sem voru litlu líklegri en
hann til að geta staðið í skilum, og stafaði
þetta að sjálfsögðu af tortryggni gagn-
vart honum. Þessi tortryggni jókst veru-
lega við það, að um þetta leyti flutti
Petersen með fjölskyldu sína frá Kaup-
mannahöfn til Sönderborgar á Suður-
Jótlandi.
Sú hafði orðið niðurstaðan, að nær
allir kaupmenn, sem tóku við eignum
konungsverzlunarinnar, settust að er-
lendis, þótt landsnefndin síðari og sölu-
nefnd hefðu fastlega gert ráð fyrir því,
að þeir byggju á íslandi, en væru í fé-
lagi við kaupsýslumenn í Kaupmanna-
höfn eða öðrum verzlunarborgum í ríkj-
um konungs. Kaupmenn létu hins vegar
verzlunarstjóra sjá um verzlanir sínar á
íslandi, en voru þar aðeins sjálfir á
sumrin. Bjuggu þeir langflestir í Kaup-
mannahöfn, þótt það væri talið miklu
kostnaðarsamara en að búa á íslandi. Það
mun einkum hafa verið vegna þess, hve
dýrt var að búa í Kaupmannahöfn, að
Petersen afréð að flytja til Sönderborgar,
og hann gerði sér líka vonir um að geta
fengið kornvörur og ýmsar aðrar nauð-
synjar til verzlunar sinnar ódýrari í her-
togadæmunum, Slesvík-Holstein, en í
Kaupmannahöfn og fá þar hagstæðara
verð fyrir útflutningsvörur sínar. Þessi
ráðabreytni Petersens vakti grun sumra
sölunefndarmanna um það, að hann ætl-
aði að vera viðbúinn að hlaupast á brott
frá skuldum sínum, ef nefndin veitti hon-
um enga ívilnun. Á fyrstu mánuðum árs-
ins 1791 bárust meira að segja flugu-
fregnir um það til Kaupmannahafnar, að
hann væri að gera ráðstafanir til að selja
skip sín og annað það, er hann átti í
Sönderborg, og ætlaði síðan að flýja til
Hamborgar.7 Þá hafði nefndin höfðað
mál gegn honum, og til að koma í veg
fyrir þennan möguleika, lét hún í skyndi
leggja hald á það, er hann átti í Sönder-
borg, sem reyndist vera lítið annað en
hin tvö skip, og setja hann sjálfan í varð-
hald.
Petersen hafði algerlega skort fé til
vörukaupa handa verzlun sinni á Eyrar-
bakka og var um þetta leyti að reyna að
semja við nokkra kaupmenn í Sönder-
borg, að þeir létu hann hafa nauðsynleg-
ustu vörur gegn forréttindagreiðslu í út-
flutningsvörum þeim, er hann fengi frá
íslandi um haustið. Virðist sölunefnd þá
fyrst hafa komizt á snoðir um þetta sjó-
veðlánabasl Petersens, en það taldi hún
brot á þeirri skuldbindingu hans, að kon-
ungur skyldi hafa óskertan fyrsta veðrétt
í öllu, sem hann átti eða eignaðist. Það
gat líka talizt samningsrof, að hann átti
engar vörur í Sönderborg eða annars stað-
ar til að senda til Eyrarbakka, þótt komið
væri fram á vor, því að kaupmenn voru
skuldbundnir til að sjá verzlunum sínum
á íslandi fyrir nægum vörum.
Sölunefnd hefði þannig getað haft næg-
ar átyllur til að láta dtema sér allar cignir