Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 11
ANDVARI
ROUSSEAU
9
L’Ermitage, Hús einsetumannsins. Þar vann Rousseau aS La Nouvelle Héloise og Emil
o. fl. ritmn.
hann í skáldsögunni La Novelle Héloi'se.
Hún varð svo vinsæl, að með einsdæm-
um má telja. 72 útgáfur hennar komu út
á næstu 40 árum. Biðraðir mynduðust oft
fyrir framan bókabúðir, og stundum voru
eintök af bókinni leigð út fyrir 12 sous á
klukkutímann. Kousseau varð r.ú vinsæl-
asti höfundur Frakka annar en Voltaire.
En nú fer að syrta í lofti. Rousseau er
farinn að þjást svo mjög af ofsóknar-
hræðslu, að hann tortryggir alla menn,
jafnvel gamla og trygga vini; er nú orðið
á fárra færi að umgangast hann. Hann
dregur sig út úr öllum mannlegum fé-
lagsskap, en samband hans við náttúr-
una verður því nánara. Utkoma Emils
æsti eldinn. Hann var settur á bannlista
bæði í Frakklandi og í Genf og brenndur.
Skipun var gefin út um handtöku
Rousseaus. Vinir hans brugðust skjótt við
og komu honum til Sviss. En jafnvel
þar veittust menn að honum með grjót-
kasti. Dvaldist Rousseau þar á ýmsum
stöðum um nokkurra ára skeið, en 1766
fór hann til Englands í boði skozka heim-
spekingsins D. Humes, sem fékk honum
og Theresu hús uppi í sveit til afnota.
En brátt taldi Rousseau Hume sitja á
svikráðum við sig. Hume gekk áreiðan-
lega gott eitt til, þegar hann bauð
Rousseau til sín, en hins vegar mun
honum ekki hafa verið nógu ljóst, að
skapgallar Rousseaus voru honum ósjálf-
ráðir, þar sem hann var ekki heill á geði.
Rousseau flýr frá Englandi til Frakk-
lands undan ímynduðum ofsóknum árið
1767. Var hann þar fyrst á ýmsum stöð-
um, loks sezt hann að í París, þar sem
hann býr við sára fátækt. í maí 1778 bauð
aðalsmaður nokkur honum að dveljast í
litlu húsi í landareign sinni, Ermeron-
ville, skammt frá París. Er þar unaðsleg
náttúrufegurð. Þarna kom friður og ró
yfir Rousseau. Hann undi sér löngum