Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 115
ANDVARI
AlIRIF KENNINGA I. I>. PAVLOFFS A SOVÉZICA SAlARFRÆÐI
113
ákveðins hluta af heilaberkinum við
ákafa spennu taugaferla. Athygli er ein-
beiting sálrænnar starfsemi að einhverj-
um ákveðnum hlut.
Lunderni er skýrgreint sem varanleg
starfseinkcnni (funktional) taugakerfis-
ins, og útfrá þeirri skýrgreiningu er
mönnum skipt í glaðlynda, þunglynda,
fálynda og uppstökka.
Vani er skýrgreindur sem taugaboð,
sem fara eftir föstum taugaleiðum.
Skynjun.
Við skulum athuga nánar skýrgrein-
inguna á skynjun. Skynjun er þekking
á einstökum, einföldum eiginleikum hlut-
anna, en til skynjana telst og endur-
speglun á ástandi líkamans. Skynjun er
frumstæð, hlutlæg þekking á einföldum
eiginleikum, svo sem: lit, formi, hrjúf-
leika, sléttleika, lykt, bragði, sársauka.
Skynjunum er því skipt í sjón-,
heyrnar-, snerti-, bragð- og lyktarskynj-
anir. Þekking á þeim fæst með því að
rannsaka físíólógíu og anatómíu auga,
eyra, bragðlauka, snertivöðva, lyktarfæra.
Skynjun er starf taugakerfisins, en
„taugakerfið er ætíð kerfi af greinitækj-
um, greinum (analýsatorum)" (Pavloff,
Ritsafn, 14. bindi bls. 100).
Starf analýsatoranna er fólgið í skil-
yrðisbundnum og skilyrðislausum við-
brögðum. „Um leið og skilyrðisbundið
viðbragð myndast, sem tímabundin tengsl
á efstu hæð heilabarkarins, verður sam-
tímis til hið allra einfaldasta sálfræðilega
fyrirbrigði: skynjun" (K. M. Bykoff,
„Um eðli skilyrðisbundinna viðbragða",
Timarit fyrir físíólógíu, 1949, XXXV
bindi, no. 5, bls. 517). Reseptorarnir
breyta ytri orku í taugaspennu, sem berst
til heilans (heilabarkarins), og þar breyt-
ist þessi taugaspenna í nýtt fyrirbrigði -—-
skynjun, staðreynd vitundarinnar. Venju-
lega er sagt, að hér eigi sér stað eigindar-
breyting, díalektískt stökk. Skynjunin
sem starf heilans er samt ekki vélræn
endurspeglun á eiginleikum hlutanna í
hinum ytra heimi, heldur á sú endur-
speglun sér stað í gegn urn strúktúru
heilans, er afurð hans og einkennist af
lögmálum fyrir starfi hans. 1 þeirri merk-
ingu er skynjunin skýrgreind sem hug-
læg mynd hins hlutlæga heims. Sovézkir
sálfræðingar leggja ætíð á það áherzlu,
að skynjunin sem slík eigi ekki rót sína
að rekja til starfs analýsatoranna, heldur
sé orsakar hennar að leita í fyrirbærum,
sem ekki er skynjun, í fyrirbærum hins
ytra heims, áreitum, óháðum súbéktinu,
en sjálf er hún huglæg. Eiginleikar hlut-
anna og innihald eða efni skynjunarinn-
ar eru eitt og hið sama, aðeins er skynj-
unin huglæg endurspeglun á hinu efnis-
lega. Þessi afstaða samrýmist bæði kenn-
ingu Pavloffs og Marx, og einmitt þess
vegna hafa sovétsálfræðingar hafið Pav-
loffskenningu á svo háan hest.
Skynjun, skynmynd og hugmynd
mynda hið empíríska stig þekkingarferl-
anna. Hið rationella, rökræna stig, sem
fer fram í hugsun og hugtökum, greinir
hið almenna, eðli hlutanna með hjálp
skynjunarinnar og í gegnum hana. Hið
empíríska stig þekkingarferlanna er ná-
tengt hlutunum in concreto, sú þekking
næst með beinum viðbragðatengslum.
Þekking á eðli hlutanna fær form í hug-
tökurn.
Kenningin um merkjakerfin.
Allt hið flókna kerfi skilyrðisbundinna
viðbragða kallaði Pavloff einu nafni
fyrra merkjakerfið (signal system). Þetta
hugtak táknar semsagt öll þau viðbrögð,
sem myndast í taugakerfi mannsins við
bein viðskipti hans við hlutina, við bein
áhrif þeirra á skynfærin. Það er því hin
físíólógíska undirstaða empírískrar þekk-
ingar og jafnframt sálrænna fyrirbrigða.
8