Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 92

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 92
90 SIGFÚS FIAUKUR ANDRÉSSON ANDVARI að setja upp verzlun í Þorlákshöfn ásamt Lars Christensen, eins og fyrr er getið. Þegar það fékkst ekki, lét hann til leiðast að taka við eignum konungsverzlunar- innar í Grindavík árið 1789, en lenti brátt í hinu mesta basli sökum skiptapa og fleiri óhappa. Var verzlun hans í rauninni stöðvuð, þegar hér var komið sögu. Ekki verður annað séð en vel hafi farið á með honum og Petersen um stjórn Eyrarbakkaverzlunar, og hefir hinn síðar- nefndi hklega ráðið þar mestu, þótt svo væri til ætlazt, að þeir Árni væru jafn- réttháir. Fer þó ekki hjá því, að þetta fyrirkomulag hafi gert verzlunina þyngri í vöfum og dýrari í rekstri en ella. Vonir Thodals um góðan hagnað af verzluninni byggðust á því, að sala ís- lenzkra afurða hafði gengið með bezta móti árin á undan. Einkum hafði eftir- spurnin eftir íslenzkum fiski aukizt gíf- urlega vorið 1791 og söluverðið hækkað að sama skapi, er markaðir opnuðust að nýju fyrir íslenzka skreið í löndum Habs- borgara. Þangað hafði fyrrum selzt mikið af skreið frá íslandi á góðu verði, þar til Jósef II. keisari tók upp á því árið 1784 að leggja mjög háa tolla á erlendar fiski- vörur, sem fluttust til ríkja hans. Var þetta sett í samband við viðleitni keis- arans að afnema föstuna í ríkjum sín- um,12 en hann reyndi að koma þar á margvíslcgum breytingum og hirti þá lítt um gamlar venjur, hvort sem þær voru trúarlegs eða veraldlegs eðlis. Að Jósef keisara látnum 1790 mæltist sölu- nefnd þegar til þess við utanríkisráðu- neytið, að það reyndi að fá fisktolla hans afnumda, þar eð hér væri um mikið hags- munamál að ræða fyrir Islandskaup- menn,13 og tókst það. Áhrifanna af þessu varð vart á íslandi þegar sumarið 1791, því að auk fastakaupmanna sótti þá all- mikið af lausakaupmönnum til landsins, einkum á suður- og vesturhafnirnar, og varð mikil samkeppni um fiskinn. Eins og fyrr er sagt, taldi Thodal Eyr- arbakkaverzlun hafa orðið af miklum hagnaði árin 1791 og 92 sökum þess, hve mikið af fiski vcrzlunarsvæðisins hefði lent í höndum lausakaupmanna. Hefir því verið lagt ríkt á við verzlunarstjórana að láta ekki fiskinn ganga sér úr greipum. Þetta átti nú líka að vera auðveldara, því að 1. júní 1792 og 28. apríl 1793 voru gefnar út tilskipanir að undirlagi sölu- nefndar, sem miðuðu að því að draga úr samkeppni lausakaupmanna við fasta- kaupmenn og fólu í sér algert bann við verzlun á slíkum stöðum sem Selvogi og Þorlákshöfn.14 Lausakaupmenn leituðu þó á fornar slóðir sumarið 1793, svo að samkeppnin hélt áfram, og hið háa inn- kaupsverð á fiskinum á íslandi hélzt. Þegar að því kom að senda þennan fisk á markað, var hins vegar allt orðið erfið- ara um vik vegna styrjalda þeirra, er brut- ust út í Evrópu urn þetta leyti scm af- leiðing frönsku stjórnarbyltingarinnar, og urðu þá markaðir í Mið-Evrópu fyrstir til að lokast. Um sama leyti voru aflabrögð mjög mikil og góð í Noregi, og var því framboð á fiski þaðan óvenju mikið á þeim mörkuðum, sem aðgangur var að, og á rniklu lægra verði en áður. Við þetta varð mikið verðfall á fiski þeirn, er kom frá Islandi haustið 1793, svo að selja varð fiskinn frá Eyrarbakka allmikið undir innkaupsverði eða hann seldist ekki. Við þetta bættist svo, að styrjaldarástandið olli verulegri hækkun á innkaupsverði korns og ýmissa annarra nauðsynja, sem venja var að senda til íslands. Allt var þetta óneitanlega rnikið áfall fyrir ráðagerðir Thodals, en ekki tjáði um að sakast. Hann og aðrir sölunefndar- menn töldu þó verzlunarstjórana á Eyrar- bakka eiga nokkra sök á óförunum, því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.