Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 109
ANDVARI
SKÁLDSKAPUR roberts frost
107
a,ð eg sé nógu slunginn til að láta veröldina gefa mér daglegt brauð fyrir það, sem
eg get bezt gert.“
O O Ö
Um kirkjugöngur: „Eg vildi heldur vera týndur í skógi en fundinn í kirkju."
Um Guð: „Guð er sá, sem maðurinn er sannfærður urn að beri umhyggju
fyrir honum og muni bjarga honum, hversu oft eða hversu rnjög sem hann
hefur brugðizt."
Um sjálfa oss: „Vér erum áhugasamari um sjálfa oss en vér höfum rétt til.“
Lengi var það í tízku meðal menntamanna að afneita Frost sem nokkurs
konar einföldum og raupsömum Ijóðaheimspekingi. Þessar skoðanir hafa breytzt
á síðari árum, og Frost nýtur nú um allan heim viðurkenningar lesenda af öllum
stéttum. Lionel Trilling, sem ritað hefur skarplega gagnrýni um Henry James;
John Ciardi, ljóðaritstjóri hjá Saturday Review; Cecil Day Lewis, enskt skáld og
gagnrýnandi, og fjöldi annarra háskólakennara og bókmenntafræðinga hafa
lofsungið ljóð hans. Svo virðist sem ljóð Frosts séu hið bezta, sem Bandaríkin
hafa að bjóða á sviði nútíma skáldskapar, og lesendum Ijóða hans um víða veriild
haldi áfram að fjölga.
Lesendur, sem ekki óska eftir að kaupa ljóðasafnið Collected Poems í útgáfu
Holt, Rinehart and Winston, Inc. New York, geta fengið gott úrval bæði í
Penguin- og Pocket Book útgáfunni. Þeim, sem kynnu að óska eftir að afla sér
frekari þekkingar á Frost, má benda á eftirfarandi nýútkomnar bækur:
Sergeant, Elizabeth Shepley: Robert Frost: Trial by Existence, 1960.
Thompson, Lawrance: Robert Frost, 1960.
Thompson, Lawrance: Fire and lce, 1942.
Lynen, James: The Pastoral Art of Robert Frost, 1960.
Nitchie, George N.: Human Values in the Poetry of Frost, 1960.
Jarrell, Randall: Poetry and the Age, 1953.
Aridrés Rjörnsson íslenzkaSi.