Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 39

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 39
andvari DRAUMAR JÓREIÐAR 37 fremur landráðamaður. Meðal fræði- manna síðari tíma hefur þó komið fram sú skoðun, að líta beri á feril þessa manns á sögusviðinu frá annarri hlið en hin cinhliða sögutúlkun veitir. Athuga her, að aðalheimildarrit það, sem frá Gissuri segir, Íslending3saga Sturla Þórðarsonar, sem er skrifuð af einum úr hópi Sturl- unga, höfuðfjandmanna Gissurar, verður í heild ranglátur dómur í hans garð, þrátt fyrir, að því er virðist, hófsemi höfundar- ins og einlægan vilja til réttdæmis. Hlut- leysið er hér meira í orði en á borði. Þótt ekki hafi verið vefengt sannleiksgildi orða Sturlu um skapferli og ámælisvert hátt- erni Gissurar á margan hátt, þá verður hinu ekki neitað, að fremur lítið getur Sturla þess, sem vel er um hann að öðru leyti. Gissur hefur af síðari tíma mönnum verið dæmdur hart, og það að verulegu leyti ranglega. Veldur þar mestu um, að ríkjandi sögutúlkun er blekking. Það kemur ávallt fram röng mynd, ef menn og atburðir löngu liðins tíma er dæmt og litið nútíma augum. Sá, sem vill vera réttlátur í dómum á þeim vettvangi, verð- ur að leitast við að sjá í Ijósi og siðum þess aldarfars, sem þá gilti. Gissur Þorvaldsson var flestum öðrum fremur borinn til höfðingja. Faðir hans, sr. Þorvaldur í Hruna, gekk í klaustur, þegar sonurinn var 17 vetra og fékk hon- um þá í hendur ríki sitt. Sat hann þá á Reykjum í Olfusi, var höfðingi mikill, vinsæll og óáleitinn. En í Apavatnsför rauf Sturla Sighvatsson á honum grið, tók hann höndum fáliðaðan og kúgaði hann til að sverja sér utanferð og trún- aðareiða og afsala sér ríki og völdum. Ekki verður um það deilt, að Apavatns- för var örlagaþrungið óheillaverk. Fór nú hér sem oftar að orsökin fæðir af sér af- leiðinguna. Fylltist nú Gissur mikilli heift og hatri gegn Sturlungum, mátti segja, að hann gengi milli hols og höfuðs á þeim um sumarið í Örlygsstaðabardaga. Eftirtektarvert er það, hvað Gissur var vinsæll meðal alþýðu manna og að bænd- urnir fylgdu honum fast. Og hann hefur verið frábær að stjórna liði og skipuleggja. Gissur hefur löngum goldið þess að vera sannur fulltrúi og þó um leið barn sinn- ar aldar. Mörg verk hans og atferli yfir- leitt virðast lítt afsakanleg frá nútíma sjónarmiði. En vafasamt er þó, að nokk- ur Islendingur hafi fært stærri fómir á altari sorgar og harma en hann. Þreyttur á langvinnum innanlandsófriði og valda- streitu vildi hann sættast við sína höfuð- fjandmenn, Sturlunga, og þar með binda endi á óöldina í landinu. Skyldi nú Hallur sonur hans ganga að eiga Ingi- hjörgu Sturludóttur Þórðarsonar. Allir Islendingar þekkja endalok brúð- kaupsveizlunnar á Flugumýri árið 1253. Yfir 20 manns voru brenndir inni, þar á meðal þrír synir Gissurar og Gró kona hans. Sjálfur slapp hann nauðuglega á undraverðan hátt. Síðar gerði konungur hann að jarli yfir íslandi með meiri völd- um en hér á landi höfðu áður þekkzt. Á ytra borði var það vegur og upphefð, en hið innra var hann ættlaus, einmana og yfirgefinn. Það kom í hans hlut að fara með æðstu völd, þegar þjóðin afsalaði sér frelsi sínu í hendur Noregskonungi. Ábyrgð hans var mikil, því hefur sök hans þótt stærri en annarra. En til hafa þó verið menn, sem litið hafa öðrum augum á hlut hans til þeirra mála en siðar varð ríkjandi skoðun. Þar á meðal hefur verið höfundur kaflans: Draumar Jóreiðar! Þar túlkar hann eflaust hið almenna sjónarmið fólksins, sem trú að hefur Gissuri fyrir málum sinum eins og dæmin sanna. Síðasti hluti drauma- kaflans sýnir það bezt. Um haustið, er nótt tók að myrkva, dreymdi enn Jóreiði, að hin sama draum- kona reið austan hlaðið þar í Miðjumdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.