Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 76
74
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
ANDVARI
ekki fyrr en 10. júlí. Hér er um lagnaðarís að ræða með ísborgum á clreif, sem
berast að norðan með Labradorstraumnum.
— blvernig er þá báttað veiðum á sjó á þessum tíma?
— Fiskveiðar er ekki unnt að stunda héðan frá því í október fram í júní.
Á þeim tíma er ekki bein að hafa úr sjó. Lítils báttar selveiði stundum við liins
vegar á ísnum um jólin.
— Eru ekki fuglaveiðar stundaðar hér?
— Það er heldur lítið um fugl. Við skjótum æðarfugl í nóvembcr og des-
ember og máva á sumrin.
— Ég hef tekið eftir þvi, að hér eru ekki æðardúnssængur. Safnið þið
æðardúni?
— Nei, það tíðkast ekki hér. Æ,ðarfugl verpir þó uppi við tjarnirnar hér
fyrir ofan.
— Llér er hvergi ræktað land til heyöflunar. Hvernig aflið þið fóðurs
handa skepnunum?
— Við sláum hingað og þangað, þar sem grasgefnast er, á óræktuðu landi.
— Berjaland er sagt hér gott. Hvemig notið þið ykkur berin?
— Það er bezt, að konan mín, Maud, segi frá því.
— Ég sulta niður í 60—80 glös, segir búsfreyjan, en geymi um 50 lítra af
berjum í tunnu og læt frjósa.
— Hvaða berjategundir teljið þið beztar?
— Bake apples, er það ekki? segir Maud og lítur á börnin og bóndann, sem
kinka kolli til samþykkis. Squash berries eru líka ágæt og svokallaðar perur.
— Minna nokkur þessara berja á vínber?
— Nei, ekki get ég sagt það.
— Vaxa ekki sum þeirra á allbáum runnum?
— Jú, squash berries og perur vaxa á þriggja til fjögurra feta rannum.
Ég læt nú skína í það, að gaman væri að fá að sjá sultu húsmóðurinnar, úr
því að við værum ekki svo heppnir að vera hér á berjatíma, í september. Hús-
móðirin sendir dóttur sina umsvifalaust eftir tveimur sultukrukkum og gefur
mér að bragða á sultunni. í öðru glasinu var sulta úr bake apples, allstórum,
bragðgóðum, ljósleitum og smáhnúðóttum berjum. í binu var sulta úr squasb
berries, minni berjum, dökkleituin, en bragðgóðum, og minntu belzt á sólber.
Eftir frekari ánægjulegar samræður fer Kolbjörn bóndi með mér út og sýnir
mér mynclarleg fiskbús sín og stolt sitt, vélknúinn snjóvagn, sem bann notar til
timburaðdrátta á vetrum.