Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 96

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 96
94 SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON ANDVARI þróun fríhöndlunarinnar á Islandi og stuðla að viðgangi hennar eftir beztu getu, en sízt var til þeses ætlazt, að þessi nefnd færi sjálf að reka verzlun í nafni konungs, enda var slík verzlun algerlega á móti tilskipununum um fríhöndlunina. Eins og áður hefir komið fram, voru nefndarmenn líka andvígir slíkum verzl- unarrekstri, nema helzt Thodal, sem lengst embættisferils síns á Islandi hafði átt þar konungsverzlun að venjast og taldi henni margt til gildis. Það voru hinar fljótfærnislegu aðgerðir sölunefndar gegn Petersen kaupmanni, sem neyddu hana til að taka við rekstri verzlunar hans, því að hvorki vegna hagsmuna konungssjóðs né íbúanna á kaupsvæði Eyrarbakka var hægt að láta hana stöðvast. Þess var hins vegar ekki að vænta, að neinn hagnaður yrði af verzluninni í höndum nefndar- innar, þar eð hún rak hana með hangandi hendi og lét hana dragast saman árin 1791—92, þegar íslenzka verzlunin var þó mjög svo hagstæð. Þegar reynt var svo að bæta úr þessu fyrir tilstilli Thodals, hittist svo illa á, að íslenzka verzlunin gerðist óhagstæð um skeið sökum styrj- aldanna í Evrópu. Reynsla sölunefndar af þessari beinu þátttöku í íslenzku verzl- uninni varð því allt annað en góð og hafði þetta óhjákvæmilega allmikil áhrif á stefnu hennar í verzlunarmálum Is- lands. Þegar breytt var um verzlunarháttu á Islandi árið 1788, var það ætlun stjórnar- innar og sölunefndar, að hið nýja verzl- unarfyrirkomulag skyldi verða eins hag- stætt Islendingum og lögin um það fram- ast leyfðu. Verzlunin var að vísu eingöngu bundin við þegna Danakonungs, en til þess að þeir kaupmenn, sem keyptu verzl- unareignir konungs á höfnunum á Is- landi, yrðu ekki of einráðir um verzlunina þar, máttu aðrir kaupsýslumenn úr ríkj- um konungs senda skip sín til íslands á sumrin og láta reka verzlun frá skipun- um 4 vikur á hverjum stað. Þetta voru hinir svonefndu lausakaupmenn, og sóttu þeir allmikið til landsins fyrstu árin eftir að verzlunin var gefin frjáls. Fastakaup- menn, þ. e. þeir, sem höfðu tekið við eign- um konungsverzlunar og ráku verzlun í landinu árið um kring, tóku brátt að kvarta við sölunelnd yfir samkeppni lausakaupmanna. Fjölluðu þessar kvart- anir einkum um það, að lausakaupmenn verzluðu ekki aðeins lengur árlega en hinar tilteknu 4 vikur á gömlu verzlun- arhöfnunum, heldur og alls staðar ann- ars staðar við landið, þar sem þeim sýnd- ist, og kæmu sér meira að segja upp bæki- stöðvum í landi. Nú var það alls ekki bannað í hinum upphaflegu tilskipun- urn um fríhöndlunina að reka verzlun utan hinna 25 hafna einokunarinnar, né heldur, að lausakaupmenn hefðu ein- hverjar bækistöðvar í landi.19 Og í bréfi til sölunefndar 30. marz 1790 taldi rentu- kammerið rétt að bíða átekta með að sinna kvörtunum fastakaupmanna af þessu tagi, þar til séð væri, hverju fram yndi með viðgang fríhöndlunarinnar og hún hefði náð að festa rætur.20 Var svo látið þar við sitja að sinni. Það var í rauninni ekki fyrr en sölu- nefnd hafði tekið við verzluninni á Eyr- arbakka, að hún fór að sinna þessu máli í alvöru. Kærur fastakaupmanna voru þá að vísu orðnar háværari, en ekki fer þó hjá því, að hinir beinu hagsmunir, sem nefndin hafði nú að gæta í Eyrarbakka- héraði, hafi flýtt fyrir aðgerðum hennar. Kemur þetta raunar fram í álitsgerð Tho- dals, sem mjög er vitnað í hér að framan, er hann ræðir um óleyfilega verzlun lausakaupmanna í Þorlákshöfn og Sel- vogi og það tjón, sem þeir valdi Eyrar- bakkaverzlun. Stefnubreyting sölunefnd- ar kemur vel í ljós í bréfum hennar til Kristófers Kahrs kaupmanns í Björgvin,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.