Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 85

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 85
AÍÍDVAHI VERZLUN SÖLUNEFNDAR Á EYRARBAKKA ÁRIN 1791—95 83 stiftamtmaður og Steindór Finnsson sýslumaSur fóru þess á leit árið 1793, að Þorlákshöfn yrði gerð að sérstökum verzl- unarstað, tók rentukammerið því fjarri að undirlagi sölunefndar. Var því svarað, að engar sannanir hefðu fundizt fyrir þeirri skoðun stiftamtmanns, að Þorláks- höfn hefði einhverntíma verið talin sér- stök verzlunarhöfn, heldur hefði þessi staður aðeins verið fiskverkunarstöð undir Eyrarbakkahöfn eins og hann væri enn. Engin þörf virtist heldur á því, að sett væri upp verzlun í Þorlákshöfn, því að þaðan væri tiltölulega skammt til Eyrar- bakka og ekkert því til fyrirstöðu, að menn þaðan og úr nærsveitum sæktu verzlun til Eyrarbakka eins og aðrir íbúar verzlunarsvæðisins.5 Þótt Petersen kaupmanni tækist að fá umráð yfir öllum eignum Eyrarbakka- verzlunar og verða þannig að mestu einn um alla verzlun á Suðurlandsundirlend- inu, var aðstaða hans samt að ýmsu leyti erfið. Hann mun raunar enn um þetta leyti hafa verið maður á bezta aldri, en hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá, og verzlunin á Eyrarbakka krafðist mikils rekstrarfjár. Peningalán það, er hann fékk hjá sölunefnd, þegar hann byrjaði verzlunina, nam aðeins 2000 ríkisdölum og hrökk sú upphæð skammt fyrir inn- kaupum á nauðsynlegum vörum til svo tiltölulega stórrar verzlunar, sem Eyrar- bakkaverzlun var, þótt eitthvað af vörum væri þar fyrirliggjandi. Hann varð því þegar í byrjun að taka einhver lán hjá kaupsýslumönnum í Altona og Kaup- mannahöfn, en á þessum tímum voru slík lán yfirleitt ekki veitt með sérlega hag- stæðum kjörum. Petersen átti líka hvorki kost á ábyrgðarmönnum né hafði neinar eignir til að setja að veði fyrir lánum, því að samkvæmt samningi hans við sölu- nefnd, átti konungssjóÖur fyrsta veðrétt í öllum eignum hans. Einu lánin, sem hann hafði því yfirleitt möguleika á að verða sér úti um, voru hin svonefndu sjóveðlán, gegn sérstöku veði í skipi og farmi. Þessi lán voru ekki aÖeins veitt gegn háum vöxtum og jafnvel með afföllum, heldur skyldu þau endurgreidd jafnskjótt og skipið kæmi með farm frá Islandi, ella átti lánveitandinn skýlausa kröfu á farm- inum, og skipinu, ef farmurinn hrökk ekki fyrir skuldinni. Neyddist Petersen því jafnan til að hraða sem mest sölu þeirra vara, sem hann fékk frá íslandi, án tillits til þess, hvort verð það, sem honum bauðst fyrir þær, var hagstætt eða ekki. Viðskiptahættirnir á íslandi gerðu það og bráðnauðsynlegt kaupmönnum, að hafa allmikið rekstrarfé til umráða. Verzlunin við landsmenn var þvínær eingöngu vöru- skiptaverzlun, og varð niðurstaðan oftast sú, að kaupmenn áttu meira eða minna útistandandi hjá landsmönnum. Fór það svo eftir skilvísi manna, efnahag og ár- ferði, hversu skuldirnar greiddust. Ár- ferði var raunar sæmilegt á íslandi fyrstu ár fríhöndlunarinnar. En þegar á það er litið, hve þá var skammt liÖið frá Móðu- harðindunum, sem gert höfðu mjög mik- inn usla á Suðurlandsundirlendinu ásamt jarðskjálftunum, sem sigldu í kjölfar þeirra, er það augljóst, að hagur bænda þar hefir veriÖ ærið misjafn, þegar Peter- sen byrjaði verzlun sína, og einnig af þeim ástæðum hefir hún reynzt honum erfiðari viðfangs en annars hefði þurft að vera. Sölunefnd, sem fylgjast átti með hag kaupmanna og viðgangi fríhöndlunarinn- ar, virðist ekki hafa orÖiÖ kunnugt um erfiðleika Petersens fyrr en í árslok 1790. Hann greiddi þá að vísu fyrstu afborgun sína af verzlunareignunum á Eyrarbakka, eins og honum bar og hafði lokið helmingi afborgananna af skipunum með fiskveiði- verðlaunum þeim, er hann hlaut fyrir að láta þau stunda veiðar um tveggja mánaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.