Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 91

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 91
ANDVAKI VERZLUN SÖLUNEFNDAR Á EYRARBAKKA ÁRIN 1791—95 89 verulega. Við þessar aðstæður hafi lausa- kaupmenn gert sig mjög heimakomna í Þorlákshöfn og Selvogi og náð til sín miklu af fiski, sem Eyrarbakkaverzlun hefði átt kost á og getað selt með góðum hagnaði, aðeins ef verzlunin hefði verið rekin með nægum þrótti. Oll verzlun lausakaupmanna á þessum stöðum væri líka ólögleg, og þeir hafi meira að segja gengið svo langt að leggja upp vörur sínar hjá sumum bændum og láta þá annast útsölu á þeim, þótt bændum væri algerlega bönnuð slík verzlun. Tho- dal kvað örugglega hægt að reka verzlun á Eyrarbakka með góðum hagnaði, væri það gert á réttan hátt og með nægu fjár- magni, því að þessi verzlunarstaður væri einn hinna hagkvæmustu á Islandi. Hann taldi því, að sölunefnd ætti að reka verzl- unina á þennan hátt og láta Petersen stjórna henni sem faktor eftir nákvæmu erindisbréfi. Myndi hann áreiðanlega leggja sig allan fram í þessu starfi í von um að fá verzlunina aftur til eignar, er skuld hans hefði unnizt upp, og þannig bjargaðist líka hann og fjölskylda hans frá því að komast á vonarvöl. Aðalrimman innan sölunefndar út af þessu máli virðist hafa staðið milli Tho- dals og C. U. D. Eggers, prófessors, sem einnig taldi sig vel kunnugan málefnum Islands og var alveg andvígur konungs- verzlun í hvaða mynd sem var. Taldi hann líka, að slíkur verzlunarrekstur væri algerlega utan verksviðs sölunefndar, sem hefði auk þess enga ástæðu til að hlífa Petersen. Hölluðust aðrir nefndarmenn á sveif með Eggers, en sá þeirra, sem mátti sín mest í fjármálastjórn ríkisins, Ernst Schimmelmann greifi, lagði þó til, að farið yrði að tillögum Thodals, ef ekki fengist neinn einkaaðili til að kaupa eign- irnar fyrir viðunanlegt verð og reka verzl- unina. Þegar nefndarmenn höfðu skilað skriflegum álitsgerðum um málið, var það sent fjármálastjórninni til athugunar 4. marz 1793,10 og að undirlagi hennar var ákveðið með konungsúrskurði 15. sama mánaðar, að Eyrarbakkaverzlun skyldi fyrst um sinn rekin á vegum sölunefndar undir sérstakri yfirstjórn Thodals.11 Schimmelmann mun hafa átt mestan þátt í þessum málalokum, og eðlilegt hef- ir þótt að fela Thodal framkvæmd þessa verzlunarfyrirkomulags af hálfu sölu- nefndar, þar eð hann hafði barizt svo rnjög fyrir því að það yrði reynt. Sá var þó hængur á, að hann hafði vart þá reynslu í verzlunarrekstri, sem þurft hefði, auk þess sem hann var hálfáttræð- ur um þetta leyti og því að sjálfsögðu með þverrandi starfsþrek. Á hinn bóg- inn var hann þaulkunnugur verzlunar- málum íslands eftir 15 ára stiftamt- mannsstörf þar í landi, en í því embætti hafði hann haft mikil afskipti af verzl- uninni. Árið 1787 tók hann svo sæti í sölunefnd sem eftirmaður Jóns Eiríks- sonar og hafði þannig kynnzt ýmsum fleiri hliðum verzlunarmálanna. Svo var til ætlazt, að Thodal hefði sam- ráð við samnefndarmenn sína um verzl- unarreksturinn, enda voru öll bréf varð- andi hann skrifuð í nafni nefndarinnar í heild. Mátti nefndin nota það fé í þessu skyni, sem þurfa þætti, og var verzlunin allvel birgð að nauðsynjum sumarið 1793 nema helzt tirnbri, sem menn hafði þá í langan tíma skort meira en nokkra aðra vöru. Samkvæmt tillögu Thodals var Petersen gerður verzlunarstjóri sölu- nefndar á Eyrarbakka, og fluttist hann þangað með fjölskyldu sína sumarið 1793. En þegar til kom, þótti ekki á það hætt- andi að fela honum starfið einum, heldur skyldi hann hafa meðstjórnanda, og var til þess valinn Árni Jónsson kaupmaður í Grindavík. Árni hafði áður verið undir- maður Petersens við konungsverzlunina á Eyrarbakka, en síðan reynt að fá leyfi til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.