Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 83

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 83
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON: Verzlun sölunefndar á Eyrarbakka árin 1791-95 Við afnám hinnar konunglegu, ís- lenzku einokunarverzlunar árið 1788, komst verzlunin á Eyrarbakka í hendur Diederich Christian Petersen, sem starfað hafði við íslenzku verzlunina í 17 ár og þar af síðustu 4 árin sem kaupmaður kon- ungsverzlunarinnar á Eyrarbakka. Fékk hann verzlunareignirnar þar á staðnum ásamt tveimur fiskverkunarhúsum í Þor- lákshöfn og Selvogi með álíka kjörum og aðrir fyrrverandi starfsmenn konungs- verzlunarinnar sættu, sem hófu verzlun á eigin spýtur þetta ár, á hinum ýinsu höfnum landsins. Þessi kjör voru í aðalatriðum þannig, að kaupmennirnir fengu húsin og það, sem þeim fylgdi af innanstokksmunum og áhöldum, fyrir Vi hluta nafnverðs og fyrir- liggjandi innfluttar vörur með 20% af- slætti rniðað við útsöluverð þeirra sam- kvæmt verðlagsákvæðum konungsverzl- unarinnar frá 1776. Auk þess fékk hver kaupmaður ákveðna peningaupphæð að láni, sem skyldi, ásamt verzlunareignun- um, borgast vaxtalaust á 10 árum, og áttu afborganir að hefjast árið 1790. Loks fengu kaupmenn skip konungsverzlun- arinnar með mjög vægum kjörum. Skyldi kaupverð þeirra borgað vaxtalaust á 6 árum og afborganir hefjast þegar í lok ársins 1788, en væru skipin notuð til fiskveiða við ísland 2 mánuði á sumrin, fengu eigendurnir fyrir það verðlaun úr konungssjóði, scm nægðu fyrir árlegum afborgunum. Þeir urðu aðeins að tryggja skipin árlega, því að konungur átti fyrsta veðrétt í þeim, ásamt öllu öðru, sem kaup- menn áttu eða eignuðust, meðan þeir voru í skuld við konungssjóð.1 Það frávik var í kjörum Petersens frá því, sem hér hefir verið lýst, að hann tók við húsum Eyrarbakkaverzlunar fyrir helming nafnverðs2 gegn því, að fá um- ráð yfir verzluninni þegar í byrjun ársins 1788, í stað þess að aðrir kaupmenn fengu ekki verzlanirnar fyrr en þá um sumarið. Kaupverð eigna Eyrarbakkaverzlunar nam, ásamt peningaláni því, er Petersen var veitt, tæpum 23000 ríkisdölum og kaupverð duggu og skútu, sem hann fékk einnig, nam samtals tæpum 4000 ríkis- dölum. Hafði Petersen lítið annað að setja að veði fyrir þessum upphæðum en þær eignir, sem hann tók við, þar eð hann var fremur fátækur maður, eins og flestir aðrir kaupmenn konungsverzlun- arinnar, og ekki átti hann heldur kost á neinum ábyrgðarmönnum. Levetzow stiftamtmaður og fleiri áhrifamenn töldu hann á hinn bóginn dugandi mann, enda þótti það ekki á færi neins aukvisa að taka við verzlunarrekstri á Eyrarbakka, því að bæði voru hafnarskilyrði þar erfið og verzlunarsvæðið hið víðáttumesta og fjöhnennasta á landinu. Til Eyrarbakka sóttu menn verzlun úr 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.