Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 16

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 16
14 SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON ANDVAKI verulegu leyti reist á kenningum Rous- seaus um jafnrétti og frelsi. Þrátt fyrir mótsagnir sínar er hann einn af forvígis- mönnum lýðræöishugsjóna nútímans. Margir heimspekingar og sósíalistar 19. aldarinnar urðu fyrir miklum áhrifum frá Rousseau. Mjög má draga í efa, hvort Rousseau hefði verið samþykkur þeim skilningi, sem ýmsir stjórnarbyltingarmenn lögðu í þetta rit hans, og nærri víst má tclja, að hann hefði verið andvígur byltingunni miklu, eins og hún varð í framkvæmd. La Nouvelle Hélo'ise er löng ástasaga. Rousseau ritaði hana af innri þörf til þess að tjá sjálfum sér tilfinningar sínar. Unaður náttúrunnar í Montmorency gagntók hann; hann og náttúran urðu eitt. Hann þráði einveru, ekki einveru með sjálfum sér, heldur einveru tveggja samstilltra sálna. í hinu fagra umhverfi vaknar ástarþrá hans, og hann hafði eng- an sálufélaga, þar sem Theresa var. Sálu- félaga finnur hann í frú d’Houdetot, en hún hafði gefið ást sína öðrum manni og gat því aðeins veitt honum vináttu sína. Ástadrauma sína festi hann á blöð og þannig varð sagan smám saman til. Skáldsaga þessi er samin í sendibréfa- formi, hún er bréf, sem fara milli tveggja elskenda. Þetta skáldsagnaform var þá í tízku og er talið runnið frá Englendingn- um Richardson. Fyrri hluti sögunnar fjallar um æskuástir þeirra Júlíu og St. Preux, kennara hennar. Þau fá ekki að eigast sakir stéttamunar. Seinni hluti sög- unnar er um hjónaband Júlíu og aðals- mannsins Volmars. Hefur faðir Júlíu heitið honum henni án vitundar hennar. Volmar er hið mesta göfugmenni, og þrátt fyrir ástarharm Júlíu í æsku, verður hjónaband þeirra mjög farsælt. Hún er manni sínum trú, þótt freistingar steðji að. Sagan lýsir ekki eingöngu brennandi ástríðum, heldur flytur hún jafnframt siðferðilegan boðskap: Hjónabandið er heilagt. Á þessum tíma var hjónaband í yfirstéttunum í Frakklandi oft ekki til fyrirmyndar. Ungum stúlkum var haldið sem föngum í klausturskólum, þar til for- eldrar þeirra ákváðu að gifta þær. Þær höfðu ekkert tækifæri til þess að kynnast ungum mönnum á þeirra reki. Um æsku- ástir hjá þeirn var því naumast að ræða. En þegar þær giftust, fengu þær frelsi, og voru mikil brögð að því, að þær mis- notuðu það. Á dögum Rousseaus var í yfirstéttunum hæðst að gagnkvæmri trú- mcnnsku hjóna. La Nouvelle Hélo'ise flytur þann siðaboðskap, að gagnkvæm trúmennska sé ein aðalhjónabandsskyld- an og að ástarævintýri, sem leyfileg eru ungri ógiftri stúlku, séu glæpur, ef hún heldur þeim áfram, eftir að hún giftist. Sagan sýnir einnig, hvernig kona getur skapað sér hamingju á rústum mik- illar ástar. Hún þarf ekki að „gefa sína ævi alla fyrir eina nótt í Paradís". Til þess að verða hamingjusöm, nægir henni góður eiginmaður og börn. Rousseau læt- ur söguna gerast í Sviss, við Genfarvatnið. Söguhetjurnar, hjónin, lifa rólegu en starfsömu lífi á búgarði sínum. í borgum er ekki unnt að höndla sanna hamingju, þótt menn hafi allar dyggðir til að bera. Hið nána samband mannsins við náttúr- una er nauðsynlegt skilyrði hamingju hans. Náttúrulýsingar Rousseaus eru al- ger nýjung í bókmenntunum. í fyrsta sinn verður náttúran órofa þáttur í sögu mannlegra örlaga. Áhrif þessarar skáldsögu voru mikil og víðtæk. Rousseau verður andlegur leið- togi fjöldans með því að koma fram með nýja hugsjón um sambúð karls og konu. Hann tjáir mannlegar ástríður af þeirri frásagnarlist og með þeim stíltöfrum, sem „brenna pappírinn". Brátt flæddi yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.