Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 87

Andvari - 01.06.1963, Side 87
ANDVARI VERZLUN SÖLUNEFNDAR Á EYRARBAKKA ÁRIN 1791—95 85 reikningsskilum Petersens vegna konungs- verzlunarinnar og þau höfðu verið borin saman við reikninga stiftamtmanns yfir peninga þá, sem hann hafði tekið við frá hinum ýmsu konungsverzlunum, að það kom í Ijós, að þessir 2000 ríkisdalir höfðu orðið innlyksa hjá Petersen. Að viðbættum fyrrnefndum halla á reikningi hans honum í óhag, skuldaði hann þannig konungssjóði rúma 5100 ríkisdali auk skuldanna fyrir verzlunareignirnar. Þegar sölunefnd fékk vitneskju um þessar óvæntu skuldir Petersens, krafði hún hann um borgun þegar í stað, eða hann setti að minnsta kosti einhverja ör- ugga tryggingu fyrir greiðslu skuldanna. En hann gat hvorugt, og nefndin aftók að veita honum nokkurn greiðslufrest eða aðra ívilnun, þótt hann færi þess ein- dregið á leit. Beitti sölunefnd hann þannig ólíkt meiri hörku en suma aðra kaupmenn, sem voru litlu líklegri en hann til að geta staðið í skilum, og stafaði þetta að sjálfsögðu af tortryggni gagn- vart honum. Þessi tortryggni jókst veru- lega við það, að um þetta leyti flutti Petersen með fjölskyldu sína frá Kaup- mannahöfn til Sönderborgar á Suður- Jótlandi. Sú hafði orðið niðurstaðan, að nær allir kaupmenn, sem tóku við eignum konungsverzlunarinnar, settust að er- lendis, þótt landsnefndin síðari og sölu- nefnd hefðu fastlega gert ráð fyrir því, að þeir byggju á íslandi, en væru í fé- lagi við kaupsýslumenn í Kaupmanna- höfn eða öðrum verzlunarborgum í ríkj- um konungs. Kaupmenn létu hins vegar verzlunarstjóra sjá um verzlanir sínar á íslandi, en voru þar aðeins sjálfir á sumrin. Bjuggu þeir langflestir í Kaup- mannahöfn, þótt það væri talið miklu kostnaðarsamara en að búa á íslandi. Það mun einkum hafa verið vegna þess, hve dýrt var að búa í Kaupmannahöfn, að Petersen afréð að flytja til Sönderborgar, og hann gerði sér líka vonir um að geta fengið kornvörur og ýmsar aðrar nauð- synjar til verzlunar sinnar ódýrari í her- togadæmunum, Slesvík-Holstein, en í Kaupmannahöfn og fá þar hagstæðara verð fyrir útflutningsvörur sínar. Þessi ráðabreytni Petersens vakti grun sumra sölunefndarmanna um það, að hann ætl- aði að vera viðbúinn að hlaupast á brott frá skuldum sínum, ef nefndin veitti hon- um enga ívilnun. Á fyrstu mánuðum árs- ins 1791 bárust meira að segja flugu- fregnir um það til Kaupmannahafnar, að hann væri að gera ráðstafanir til að selja skip sín og annað það, er hann átti í Sönderborg, og ætlaði síðan að flýja til Hamborgar.7 Þá hafði nefndin höfðað mál gegn honum, og til að koma í veg fyrir þennan möguleika, lét hún í skyndi leggja hald á það, er hann átti í Sönder- borg, sem reyndist vera lítið annað en hin tvö skip, og setja hann sjálfan í varð- hald. Petersen hafði algerlega skort fé til vörukaupa handa verzlun sinni á Eyrar- bakka og var um þetta leyti að reyna að semja við nokkra kaupmenn í Sönder- borg, að þeir létu hann hafa nauðsynleg- ustu vörur gegn forréttindagreiðslu í út- flutningsvörum þeim, er hann fengi frá íslandi um haustið. Virðist sölunefnd þá fyrst hafa komizt á snoðir um þetta sjó- veðlánabasl Petersens, en það taldi hún brot á þeirri skuldbindingu hans, að kon- ungur skyldi hafa óskertan fyrsta veðrétt í öllu, sem hann átti eða eignaðist. Það gat líka talizt samningsrof, að hann átti engar vörur í Sönderborg eða annars stað- ar til að senda til Eyrarbakka, þótt komið væri fram á vor, því að kaupmenn voru skuldbundnir til að sjá verzlunum sínum á íslandi fyrir nægum vörum. Sölunefnd hefði þannig getað haft næg- ar átyllur til að láta dtema sér allar cignir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.