Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Síða 55

Andvari - 01.06.1963, Síða 55
ÆVAR R. KVARAN: STANISLAVSKÍ Ár 1866. Sveitasetur þrjátíu rastir frá Moskvu, skammt frá einum brautarpall- inum við jámbrautarlínuna frá Tarosovka til Jaroslav. Hrörlegt langhús. Lítið leik- sviS. Ferðasjöl notuð sem leiktjöld. Tákn- ræn hópsýning að þeirra tíma hætti. Það er verið að sýna árstiðirnar fjórar. Þriggja ára gamall snáði á að vera táknmynd vetrarins. Á miðju leiksviði stendur lítið grenitré, greinarnar vafðar í baðmull. Litli snáðinn situr á gólfinu klæddur loÖ- feldi, með loðhúfu og grátt skegg, sem alltaf er að brettast upp. Hann veit ekk- ert hvert hann á að horfa eða hvað hann á að gera. Hann finnur til óafvitandi óbeitar á þessu tilgangslausa aðgerðarleysi á leik- sviðinu. Það er klappað fyrir snáða. Það gleÖur liann. Hann er færður til. Og nú á aftur að draga frá tjaldið. Fyrir framan hann er kveikt á kerti, sem er falið á bak við trjágreinar og á að tákna hál. Litli snáðinn hefur skíðisbút í hendi og á að láta sem hann stingi honum í bálið. AuÖvitað er honum stranglega bannað að gera það í raun og veru. En honum virðist þetta með öllu tilgangs- laust. Tjaldið hefur naumast verið dregið fi'á, þegar sá litli teygir fram höndina og stingur skíðisbútnum í eldinn, fullur áhuga. Það kviknar í haðmullinni og síðan í trénu. Uppþot á áhorfendasvæðinu. Litla snáðanum er lyft upp, farið með hann gegnum húsagarðinn — og hann grætur beisklega. Þarna kemur fram í fyrsta skipti maður, sem á eftir að hafa dýpri áhrif á leiklist tuttugustu aldar en nokkur maður annar: Konstantín Sergeivitsj Stanislavskí. I hugarheimi leikarans hafa fá nöfn sterkari hljóm. Hann er fæddur í Moskvu 17. janúar 1863, og eru því einmitt hundrað ár frá fæðingu hans í ár. Hann var af auðugri fésýslumannaætt, en helg- aði allt líf sitt leikhúsinu. Eins og hér að framan er getið, kom hann fyrst fram í áhugamannaleiksýningum, og voru þær fyrstu í einkaleikhúsi á sveitasetri föður hans. Þeir, sem hafa andað að sér hin- um undarlega ilmi leiktjalda, skilja hvers vegna þessi maður, sem fæddur var til frama í sínu þjóðfélagi, sakir ættar og mannkosta, varð ástfanginn af leikhús- inu og list þess. Stanislavskí tók leiklistar- nám sitt mjög alvarlega, og varð nemandi hinna miklu rússnesku leikara Sadovskís, Maríu Savínu og Yermolovu. Það var einmitt á þessum námsárum, sem ítalski leikarinn Ernesto Rossi hafði svo djúp áhrif á skoðanir Stanislavskís á leiklist, og lýsir hann því í ævisögu sinni Líf í Hstum, sem Ásgeir Blöndal Magnússon hefur íslcnzkað. Þegar hann fjallar um meðferð Rossis á Rómeó, segir hann meðal annars: „Hann lýsti innri gerð persónunnar á fullkominn hátt.“ „Þessi dásamlega hugmynd, að cndurspegla allt það, sem hezt er og dýpst í skapandi anda hans . . . að hlaða sig anda persónunnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.