Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 37
ANDVAIU
DRAUMAR JÓREIÐAR
35
syni. Og jafnframt er látinn í ljós harmur
yfir því, að barátta þessara manna nægði
ekki til þess að varðveita sjálfstæði lands-
ins gegn ásókn hins erlenda valds.
Draumasagan er á þessa leið:
Sá maður bjó suður í Miðjumdal,
skammt frá Laugarvatni, er Páll var
nefndur. Mær sú var með honum 16 ára
gömul, er Jóreiður hét Hermundsdóttir.
Hana dreymdi nótt eina, að hún þóttist
úti stödd þar á hlaði í Miðjumdal. Sá
hún þá konu ríða vestan fyrir hlaðið á
gráum hesti í dökkum klæðum. Mikill
var hesturinn og svo konan. Jóreiður þótt-
ist spyrja, hvaðan hún kæmi. „Norðan
kem eg,“ segir hún, „úr násheim" (þ. e.
heimur dauðra). „Hvað veiztu til Þor-
varðs?“ segir mærin. „Það veit eg all-
gerla,“ segir draumkonan og kvað vísu:
1. Hann es hurð fyr heim | brynjaður
í sveim, | eru brennumenn þá | mann-
hundar hjá | mannhundar hjá. | Skýring
vísunnar er þannig: Hann er vörn heims,
fullhuginn, sem brýzt gegnum vopna-
þröng óvinanna. Hins vegar eru brennu-
rnenn mannhundar hjá.
„Er nokkurt mark að því, sem þú segir
mér?“ kvað mærin.
„Mark er þér, | sem þínum föður | og
öllum yðrum | áttniðjungum. | Setning
þessi virðist fram komin til þess að vekja
athygli lesenda á merkingu draumanna,
táknmáli þeirra og gildi.
„Hvar eru brennumenn?" kvað mærin.
Draumkonan svarar: Eru menn þá | er
þeim vegnar svá | heldur vísast þeim | í
helju heirn | í helju heim. |
„Hvað ætla þá, er þeim vegnar svá?“
kvað mærin. „Þá ætla þeir með illvilja
sínum að koma heiðni á allt landið." Þá
vaknaði Jóreiður.
Síðasta setningin þarf athugunar við.
Brennumenn, sem hér eru nefndir, eru
menn þeir er stóðu að Flugumýrarbrennu.
Erfitt er að hugsa sér, hvernig þeir hafi
ætlað að koma heiðni á landið að nýju.
Líklegt er því, að hér sé um hugtaka-
brengl að ræða og þýði heiðni hér kon-
ungsvald. En foringi brennumanna, Eyj-
ólfur Þorsteinsson, féll fyrir Þorvarði Þór-
arinssyni í Þverárbardaga.
Enn dreymdi Jóreiði sex nóttum síðar
þessa sömu konu og spurði hvaðan hún
nú kærni. „Norðan úr sveitum," segir
hún. „Hvað veiztu nú til Þorvarðs?" spyr
hún. Hin svarar: Nú es Þorvarði | þröngt
of hjarta | þó es buðlungi | bót it næsta |
bót it næsta. | (Buðlungur þýðir höfð-
ingi). „Hvað er um Steinólf, bróður
hans?“ Hún kvað: „Nú es Steinólfur [ í
styrstraumi | á stagli píndur | með Agli. |
Ves þú vinur | vinar míns, en ek mun
með svinnum | at saka bótum.“ | Stein-
ólfs er hvergi getið nema að hann var í
Geldingaholti með Oddi þá er hann var
veginn. Síðan vaknaði Jóreiður.
Enn dreymdi Jóreiði, að kona þessi
kom að henni. Var hún nú í bláum klæð-
um og sýndist konan mikilúðleg. Reið
hún þá enn gráum hesti. Draumkonan
sagði nú til nafns síns og kvaðst heita
Guðrún Gjúkadóttir. Og er nafn hennar
frægt úr Völsungasögu og Eddukvæðum.
Mærin spyr hana þá: Hvað veiztu nú til
Gissurar Þorvaldssonar?" Hún kvað vísu:
Minnir milding [ morgin sáran | hvort
mun Gissuri | ganga að óskum? | Vildak
að óskum öðlings syni | öll ævi sín | eftir
gengi. (Mildingur = höfðingi).
Vísan er útlögð: Höfðinginn minnist
morgunsins sárlega; hvort mun Gissuri
ganga að óskum? Ég vildi að ævin öll
gengi höfðingjasyninum að óskum.
„Hversu er þá,“ segir mærin, „ef svo
fer?“ „Þá ræður hann íslandi til aldur-
slita," segir draumkonan. „Er þér vel til
hans?“ segir mærin. „Harla vel,“ segir
hún. „Hvernig er þér til Þorvarðs?" segir
mærin. Hún segir: „Allir þykir mér þeir
góðir fuglar sem hátt fljúga." „Hvernig