Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 9
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
7
blésu henni eldmóði í brjóst og gegnumlýstu auðvaldsþjóðfélagið til að
skerpa skilning hennar á stefnu marxismans. í tímariti sínu, Rétti, birti Einar
árið 1932 grein sem opinberar þetta. Hún nefnist „Skáld á leið til sósíalism-
ans“. Þau upprennandi skáld og rithöfundar sem hann skoðar eru Halldór
Kiljan Laxness, Halldór Stefánsson og Sigurður B. Gröndal. Þá var Salka
Valka ný af nálinni, sú skáldsaga Halldórs Laxness sem nánast fjallar um
verkalýðsbaráttu. Það er athyglisvert hve skarplega Einar ritar um þá bók,
hugsunarhátt, þjóðfélagssýn og aðferðir höfundarins. Hann áttar sig á því
hvemig Halldór ber að sósíalismanum og verkalýðshreyfingunni, skilur að
hann getur ekki orðið það róttæka verkalýðsskáld sem hinn pólitíski forustu-
maður þráði. Einar segir:
Halldór Kiljan Laxness hefir einmitt gengið hina krókóttu leið borgaralegs mennta-
ntanns, „individualistans“, til sósíalismans. Hann hefir leitað alls staðar, frá Kali-
forníu til Rómaborgar, frá vélgengi amerískrar menningar til klausturlifnaðar páfa-
dómsins - og lent í Moskva. Laxness kemur ekki með eldmóð trújátandans til sós-
íalismans, hann kemur vegna efagiminnar sem búin er að grandskoða allt hitt niður
í kjölinn...Og hann beitir auðvitað - því það er aflið sem knúið hefir hann til sósíal-
ismans - í afar-ríkum mæli hinni vægðarlausu árás - kaldhæðni, skrípa-
myndum...Hann hefir afstöðu sósíalistans sem hugsjónamannsins eingöngu, áður en
verklýðshreyfingin er runnin saman við sósíalismann...Hann skilur að vísu með
skynseminni stéttabaráttu verkalýðsins, - en hann upplifir hana ekki sent frelsisbar-
áttu sósíalískrar alþýðu. Hjá honum sjálfum eru sósíalisminn og verklýðshreyfingin
aðskilin - og af því stafar tvískinnungurinn í meistaraverki hans „Fuglinn í fjör-
unni“. Amaldur er þar eingöngu boðberi kommúnismans og verklýðshreyfingin ein-
göngu dægurbarátta, en hvergi sjást þess merki að sósíalisminn sé runninn
verkalýðnum í merg og blóð. Það er þess vegna, að mynd Halldórs af verklýðshreyf-
ingunni verður að nokkru leyti skrípamynd, sem líka er eðlilegt: hann „karikerar“
allt hið borgaralega - og sú verklýðshreyfing, sem hann lýsir, er einmitt að miklu
leyti borgaraleg, takmörkuð við baráttu fyrir bættum kjörum innan hins borgaralega
þjóðfélags. - Þess vegna getur „Fuglinn í fjörunni" ekki orðið hetjusaga íslenska
verkalýðsins (eins og t. d. „Pelle Erobreren" er fyrir danska verkalýðinn). (Tilv. úr
greinasafni Einars Olgeirssonar, Uppreisn alþýðu, 1978, 245-46)
Það reyndist rétt að Halldór Kiljan Laxness varð aldrei verkalýðsskáld, en
pólitísk afskipti hans og áhrif á vinstri væng stjórnmálanna urðu engu síður
mikil. Um þau efni hefur nokkuð verið fjallað, einkum stalínisma skáldsins
og uppgjörið við hann. Þetta er viðkvæmt mál sem menn virðast hræddir við
að taka á, eins og kom greinilega fram í vor á ráðstefnu um verk Halldórs þar
sem að vísu var leyft að flytja stuttan fyrirlestur um efnið en umræður harð-
lega bannaðar! Slíkur tepruskapur er óviðeigandi þegar utn er að ræða annan
eins áhrifamann og Halldór Laxness. Um pólitískan boðskap hans og sovét-
hollustu um langt skeið á að fjalla að minnsta kosti jafnopinskátt og hann
sjálfur gerði upp reikningana í Skáldatíma, - en ekki endilega á þeiin for-