Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 66
64
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
Á árunum 1939-1941 héldu sósíalistar fast við þann skilning á stríð-
inu, sem ofan á varð í þessum átökum. Að þeirra hyggju snerist málið
ekki um það að óska einu heimsvaldasinnuðu stórveldi sigurs fremur
en öðru, heldur varðaði mestu sú byltingarvon, sem í því fælist að
breyta heimsvaldastríði í stéttastríð. Það var þessi skilningur á stríðinu,
sem olli því, að Þjóðviljinn - og sósíalistar yfirleitt - gerðu á þessum
misserum „sorglega lítið úr muninum á þýskum fasisma og vestrænu
þingræði“.5) Á árum samfylkingarbaráttunnar fyrir stríð höfðu íslenskir
kommúnistar sannarlega ekki velkst í vafa um, að á þessu tvennu væri
mikill munur. Þegar Einar Olgeirsson leit yfir farinn veg fjórum ára-
tugum síðar, viðurkenndi hann, að áðurnefnd skilgreining á stríðinu
hefði falið í sér of mikla einföldun og rangt hefði verið að setja auð-
valdsríkin þannig undir einn hatt.6) En partur af skýringunni á því,
hversu harða og gagnrýna afstöðu sósíalistar tóku gagnvart Bretum,
kann að liggja í því, að á þessum misserum lentu þeir í návígi við
breska heimsveldið.
Bretar hernámu ísland hinn 10. maí 1940. Ríkisstjórnin mótmælti,
eins og alþjóðalög stóðu til, því broti gegn hlutleysi og fullveldi
íslands, sem í hemáminu fólst. Þjóðviljinn brást hart við hernámi Breta
í fréttaskrifum og leiðara hinn 11. maí og má segja, að þar hafi strax
verið sleginn sá tónn, sem átti eftir að einkenna samskipti blaðsins og
sósíalista við breska heimsveldið. Viðmiðið í því sambandi var ekki
síst það, að Bretar stæðu við þau fyrirheit, sem þeir gáfu á hernáms-
daginn, að hlutast á engan hátt til um stjórn landsins. Blaðið deildi
næstu misserin á margt í framferði breska hernámsliðsins, en einna
hörðust viðbrögð urðu við þeirri aðgerð Breta að taka loftskeytatækin
úr íslenskum togurum og því athæfi þeirra að handtaka íslenska þegna
og flytja þá úr landi til fangelsisvistar.
Alvarlegasti áreksturinn í samskiptum Islendinga við breska her-
námsliðið var hið svonefnda „dreifibréfsmál“ og eftirmál þess: Bannið
við útgáfu Þjóðviljans, handtaka ritstjórnarinnar og herleiðing hennar
til Bretlands. Hér eru engin tök á að rekja þá atburðarás alla í smáat-
riðum og verður því stiklað á stóru.7) Upphaf málsins var það, að um
áramót 1940-1941 rann út gildistími kaupbindingarlaga þjóðstjórnar-
innar, og því hugsuðu verkalýðsfélög sér til hreyfings í kjarabaráttu
sinni. Hinn 2. janúar hóf Dagsbrún verkfall til að fylgja eftir kauptaxta,
sem félagið hafði sett. Tók það til allra vinnustöðva félagsins og þar
með framkvæmda á vegum hernámsliðsins. Viðbrögð herstjórnarinnar