Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 173
ANDVARI
GLATADUR SONUR FRÆDAGYDJUNNAR?
171
IV
Um það bil sem Valtýr Guðmundsson samdi doktorsritgerð sína var mikið líf
í rannsóknum á þjóðfræði og menningarsögu á Norðurlöndum. I Noregi
hafði Eilert Sundt alllöngu áður hafið sína miklu þjóðháttasöfnun og í Dan-
mörku vann Troels Lund að hinu mikla verki sínu Dagligt liv i Norden.
Rannsókn Valtýs var því engan veginn einangrað fyrirbæri og víst er, að
mörgum þótti að henni mikill fengur. Ritgerðin var höfuðrit um húsagerð,
húsaskipan og híbýlahætti íslendinga á söguöld og liðu fullir sjö áratugir, uns
út kom rit er leysti það að nokkru leyti af hólmi. Enn í dag heldur það gildi
sínu í ýmsum efnum, en mun þó lítt kunnugt flestum íslenskum fræðimönn-
um nútímans. Kann það að stafa að einhverju leyti af því að það var ritað á
dönsku og hefur aldrei verið þýtt á íslensku.
Ekki voru allir á einu máli um ágæti doktorsritgerðarinnar, og einkum mun
sumum norskum fræðimönnum hafa þótt að sér vegið. Þeirra á meðal var N.
Nicolaysen, sá hinn sami og Valtýr gat um í innganginum að ritgerðinni, og
áður var vitnað til. Hann var einn helsti miðaldafræðingur norskur á ofan-
verðri 19. öld, hafði skrifað margt um norræna menningarsögu, þ. á m. um
húsakost, og var talinn einn fremsti fræðimaður á því sviði. Þegar rit Valtýs
kom út, brást Nicolaysen hart við, tók sér penna í hönd og skrifaði tæplega
50 blaðsíðna ritdóm, sem birtist í helsta sagnfræðitímariti Noregs.19 I rit-
dómnum lýsti Nicolaysen sig ósammála ýmsum niðurstöðum Valtýs, taldi
hann ekki hafa lesið sínar eigin ritsmíðar nógu vandlega og reyndi á stund-
um að gera lítið úr skilningi hans á íslensku máli (!). Mestu rúmi eyddi hann
þó í að sýna fram á, að Valtýr hefði misskilið merkingu heita á einstökum
hlutum sem notaðir voru við gerð þaksins, og þarafleiðandi gerð ákveðinna
hluta hússins. Engar heimildir eru fyrir því hvemig Valtý líkaði þessi ritdóm-
ur og ekkert bendir til þess að hann hafi svarað honum, enda vart ástæða til.
í Danmörku vakti rit Valtýs á hinn bóginn einungis jákvæða athygli, og
ekki aðeins meðal fræðimanna. Árið 1893 kom út eftir hann lítið kver, 26 bls.
í litlu broti, og nefndist Den islandske Bolig i Fristats-Tiden. Var það gefið
út af samtökum um eflingu almennrar menntunar (Udvalget for Folkeop-
lysnings Fremme). Árið eftir, 1894, annaðist Valtýr fyrir sömu samtök rit-
stjórn og endurskoðun rits eftir C. Rosenberg. Það nefndist Trœk afLivet paa
Island i Fristats-Tiden og þar var kver Valtýs frá 1893 prentað sem viðbót við
texta Rosenbergs.
Sérgrein Valtýs til meistaraprófs í norrænum fræðum við Hafnarháskóla
var „menningarsaga (kulturhistorie) Norðurlanda frá elztu tímum og til
1400.“2° Doktorsritgerðin var, sem áður sagði, beint framhald meistaraprófs-
ritgerðarinnar og að doktorsvörninni lokinni hélt Valtýr áfram rannsóknum á
fræðasviði sínu, en færði sig þar örlítið um set, ef svo má að orði kveða. Árið