Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 13
SIGURÐUR RAGNARSSON
Einar Olgeirsson
Bernska og uppvaxtarár
Einar Baldvin Olgeirsson fæddist á Akureyri hinn 14. ágúst 1902. For-
eldrar hans voru þau Olgeir Júlíusson bakari (1871-1943) og kona
hans, Solveig Gísladóttir (1876-1960), en þau höfðu gengið í hjóna-
band haustið 1901.1) Var Einar frumburður foreldra sinna, en síðar
eignaðist hann systurnar Hildigunni, f. 1904, Maríu, f. 1905 og Krist-
ínu Sigríði, f. 1915, en hún lést úr berklum tæpra 15 ára gömul eftir all-
langa legu á Kristneshæli. Foreldrar Solveigar voru þau Gísli Pálsson
bóndi, sonur sr. Páls Jónssonar, sálmaskálds í Viðvík, og kona hans,
Kristín Sigríður Kristjánsdóttir. Solveig missti móður sína, þegar hún
var á fimmta ári og tvístraðist þá fjölskyldan. Sjálf fór hún í fóstur til
Einars Baldvins Guðmundssonar, bónda og héraðshöfðingja að
Hraunum í Fljótum, og ólst þar upp. Hann var bróðursonur Baldvins
Einarssonar, eins frumherjanna í sjálfstæðisbaráttunni, og hafði verið
kvæntur Kristínu, föðursystur Solveigar, en hún var þá nýlega látin.
Gísli, faðir Solveigar, lést síðan úr berklum, þegar hún var níu ára
gömul. Á Hraunum átti Solveig góðu atlæti að mæta, og er sú
ákvörðun hennar að skíra frumburð sinn og eina son í höfuðið á Einari
Baldvin bónda gleggstur vitnisburður um, hvern hug hún bar til
Hraunafólksins.
Olgeir Júlíusson fæddist að Garði í Aðaldal, en þá voru foreldrar
hans, þau Kristján Júlíus Kristjánsson og María Flóventsdóttir, vinnu-
hjú þar á bæ. Eftir flutninga úr einum stað í annan næsta áratuginn
eignuðust þau loks framtíðarsamastað að Barði, hjáleigu frá Stóra-Eyr-
arlandi við Akureyri. Barð var í brekkubrúninni skammt norðan við
Menntaskólann og varð upp frá því mikil miðstöð fjölskyldunnar.
Akureyrarbær keypti árið 1892 jörðina Stóra-Eyrarland ásamt hjáleig-