Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 182
180
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
Hvergi í grein Jóns var minnst orði á Björgu og hennar þátt í orðabókarvinn-
unni og í raun mætti draga þá ályktun af ummælunum að Sigfús hefði unnið
verkið einn ef menn vissu ekki betur.
Önnuv lota 1908-1911
Otrauð héldu þau Sigfús og Björg áfram en nú var markið sett hærra. Þau sáu
að skilyrði fyrir því að hægt yrði að skrifa litla en fullnægjandi orðabók væru
þau að til væri stór og ítarleg orðabók sem hægt væri að vinna gögnin úr.
Byrjað var á að safna úr íslenskum sögnum, ævintýrum, þjóðlegum fróðleik
og þjóðháttum. Síðan tóku þau til við að lesa skáldsögur og leikrit og að lok-
um blöð og tímarit. Mest áhersla var lögð á Eimreiðina þar sem hún var rík
af alhliða efni. Lítið var valið úr öðrum efnisflokkum nema helst ljóðum, en
í formála kemur fram að aðeins hafi verið valdir þekktustu höfundar 19. ald-
ar, þeir Bjarni Thorarensen, Jónas Hallgrímsson, Grímur Thomsen og Bólu-
Hjálmar, sá síðastnefndi mest vegna alþýðlegs orðfæris. Af yngri höfundum
lásu þau Matthías Jochumsson og Stephan G. Stephansson og söfnuðu orð-
um og notkunardæmum úr ljóðum þeirra.
Frá þessum árum er lítið til sem varpað gæti ljósi á vinnu þeirra hjóna. Þó
segir sfna sögu lítið blað frá 1909 sem varðveitt er í Landsbókasafni-Há-
skólabókasafni með ýmsum plöggum úr fórum Sigfúsar. Á þetta benti Stef-
án Karlsson í grein í Orði og tungu (1997 3:1). Efst á blaðinu er fyrirsögnin
„Agenda“. Þar eru fyrst talin upp 24 ritverk og er merkt við þau sem Sigfús
hafði þá þegar lokið við. Eitt verkanna, sem hann ætlaði að vinna að, var
„Orðabók". Neðar á blaðinu er „Almenn tímatafla“ og þar skiptir Sigfús degi
sínum niður á eftirfarandi hátt: „Safnið 5 tímar, útivist 2 tímar, matur og
hvíld 3 tímar, ritstörf 3 tímar, lestur 2 tímar, 9 tíma svefn. T. d. virka daga:
Fótaferð og brjefaskriftir 7-8
Skáldskaparstörf 8-9
Matur og göngutúr 9-10
Safn 10-3
Heimferð, erindi í bænum 3-4'/2
Hvíld og miðdagsverður 4'/2—6
Orðabókin 6-8
Lestur 8-10
Gymnastik IO-IOV2
Svo í rúmið