Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 94
92
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
um þessi efni í fullri andstöðu við flokksforystuna getað haft ófyrirsjá-
anlegar afleiðingar fyrir flokkinn, sem á sama tíma var undirlagður af
átökum um skipulagsmál hreyfingarinnar. Þar var einkum tekist á um,
hvort Alþýðubandalagið skyldi áfram vera samfylkingarsamtök eða
hvort stofna ætti nýjan stjómmálaflokk upp úr því, en einnig greindi
menn á um stefnu og gerð slíks flokks. Ljóst er, að ýmsir samstarfs-
menn Sósíalistaflokksins í Alþýðubandalaginu hefðu grátið það
þurrum tárum, þótt flokkurinn klofnaði, og við hlið nýs vinstri flokks
hefði staðið eftir kommúnistaflokkur til að bera synd heimsins.
Meðan þessu fór fram, átti sér þó stað hljóðlátt, en gagngert, endur-
mat alls þorra íslenskra sósíalista á afstöðunni til Sovétríkjanna og
framkvæmdar sósíalismans í Austur-Evrópu. Sú nýja afstaða kom afar
skýrt fram í eindregnum stuðningi við „vorið í Prag“, þá lýðræðislegu
endurnýjun, sem reynd var í Tékkóslóvakíu, og þá ekki síður í afdrátt-
arlausri fordæmingu á innrás Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í landið
til að kveða hana niður. Alyktun framkvæmdanefndar Sósíalistaflokks-
ins þessa efnis var birt sem leiðari í Þjóðviljanum daginn eftir innrás-
ina, og sú áhersla, sem þar kom fram, á óskorað sjálfsforræði allra
þjóða og nauðsyn þess að spyrða lýðræði og sósíalisma sem allra
fastast saman, varð eins konar tannfé Alþýðubandalagsins, þegar það
var stofnað sem formlegur stjórnmálaflokkur skömmu síðar, enda
hafnaði það öllum flokkslegum tengslum við valdaflokka þeirra ríkja,
sem stóðu að innrásinni. Afstaða Einars Olgeirssonar til innrásarinnar
kom fram í yfirlýsingu, sem höfð var eftir honum í Þjóðviljanum. Þar
kvaðst hann vera „algjörlega andvígur hernámi Tékkóslóvakíu“, enda
ætti sú aðgerð sér „enga stoð í hugsjónum sósíalismans né samskipta-
reglum sósíalistískra flokka“. Þá taldi hann það skyldu allra sósíalískra
flokka að standa með Tékkóslóvökum. Einar fylgdi þessari gagnrýni
síðan eftir með grein í Rétti skömmu síðar.35) A 16. þingi Sósíalista-
flokksins haustið 1968 var samþykkt að leggja hann niður, enda yrði
Alþýðubandalaginu breytt úr kosningabandalagi í formlegan, sósíal-
ískan stjórnmálaflokk. Einar Olgeirsson studdi þessar breytingar af
heilum hug. Afstaða hans við þau tímamót var í grundvallaratriðum sú
sama og verið hafði 1930 og 1938: Að nýjar og breyttar aðstæður köll-
uðu á nýtt form og nýtt inntak.