Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 90
88
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
þeirra á íslenskt þjóðlíf, heldur hafði hún marga aðra fleti. Einn þeirra
sneri að landhelgismálinu. Sósíalistaflokkurinn studdi eindregið setn-
ingu landgrunnslaganna 1948, sem voru undirstaðan undir öllum síð-
ari aðgerðum Islendinga í landhelgismálum. Sama var að segja um
uppsögn landhelgissamnings Dana við Breta frá árinu 1901 og útfærsl-
una í fjórar sjómílur 1952. Þá gekk Alþýðubandalagið harðast fram
varðandi útfærslu landhelginnar í 12 mílur í vinstri stjórninni 1958.
Einar Olgeirsson leit svo á, að næsta stórvirki í íslenskum atvinnu-
málum á eftir nýsköpuninni ætti að vera uppbygging stóriðju á grund-
velli þeirrar orku, sem þjóðin ætti fólgna í fossum sínum og fall-
vötnum. Hugmyndir sínar í þessu efni rakti hann ítarlega í greinaflokki
í Rétti 1948.23) Slík atvinnuuppbygging var að hans dómi ein forsendan
fyrir efnahagslegu sjálfstæði og batnandi lífskjörum þjóðarinnar til
frambúðar. Heiti greinaflokksins, „íslensk stóriðja í þjónustu þjóðar-
innar“, skírskotar líka til þess, að hann taldi öllu varða að slík upp-
bygging yrði undir forræði landsmanna sjálfra. Sökum fámennis þyrfti
í þessu efni að koma til samstillt átak þjóðarinnar allrar og sjálfgefið,
að slík fyrirtæki yrðu í alþjóðareigu. Einar gerði sér grein fyrir því, að
hér gæti smæð þjóðarinnar orðið henni einhver fjötur um fót, en hann
hafði jafnframt næman skilning á því, að í öðrum greinum gæti þjóðin
gert sér smæðina og fámennið að raunverulegri auðlind. Eru þá hafðar
í huga hugmyndir hans um, hvernig fámennið ætti að geta gert okkur
kleift að framkvæma lýðræðið betur og fullkomnar en aðrar þjóðir og
hvernig smæð þjóðarinnar hefur gert það að verkum, að jafnréttishug-
myndin stendur hér dýpri rótum en víðast annars staðar, þar sem hver
einstaklingur verður hér heildinni dýrmætari en verða myndi í stærri
þjóðfélögum.24)
Einar Olgeirsson var alla tíð mjög áhugasamur um viðskipti við
Sovétríkin og önnur sósíalísk ríki. Hann leit svo á, að slík viðskipti
væru helsta tryggingin fyrir fullri nýtingu framleiðslutækjanna, fullri
atvinnu og batnandi lífskjörum alþýðu og þar með í vissum skilningi
fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Það var honum því mikið fagnaðarefni,
þegar sovétviðskiptin hófust aftur 1953. Annars vegar drógu þau tenn-
urnar úr breska Ijóninu, sem reynt hafði að koma höggi á íslendinga
með löndunarbanni á íslenskan fisk í Bretlandi eftir útfærslu landhelg-
innar í fjórar mflur, en hins vegar sköpuðu þessir viðskiptasamningar
stórbætt skilyrði fyrir eflingu hraðfrystiiðnaðarins á næstu árum.
I Rétti 1954 (sem kom raunar ekki út fyrr en á vormánuðum 1955)