Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 170

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 170
168 JÓN Þ. ÞÓR ANDVARI Þessi orð hins þekkta norska frumkvöðuls nútíma þjóðfræðirannsókna virð- ast hafa haft nokkur áhrif á Valtý. Hann fullyrti, að þau hefðu fram til þessa ekki hlotið þá athygli, sem þau ættu skilið.12 A þeim tíma, sem liðinn væri frá því að grein Sunds birtist í Folkevennen, hefðu margir fræðimenn birt greinar um húsagerð og híbýlahætti norrænna þjóða á miðöldum („i oldtid- en“), en enginn þeirra hefði farið að ráðum hans eða reynt að draga saman allar heimildir, er snertu hvert einstakt land, og reyna síðan að komast að því hver væru sérkenni húsagerðar í hverju þeirra. Af slíkri rannsókn mætti hins vegar ráða, hvort um hefði verið að ræða einhverskonar sameiginlega grunn- gerð, sem byggingar á Norðurlöndum hefðu þróast frá.13 Valtýr hélt áfram og sagði, að fram til þessa hefðu fræðimenn einkum beint sjónum sínum að Noregi, er þeir hugðust kanna húsagerðarlist og húsa- skipan Norðurlandabúa á miðöldum, en hann efaðist um réttmæti þessa. Til að rannsaka alla þætti fornrar húsagerðar yrði einkum að hyggja að fjórum meginflokkum heimilda: 1) fornum ritheimildum, 2) fomleifum, 3) húsa- gerð samtímans í viðkomandi löndum og 4) þeim fróðleik sem yngri ritheim- ildir, ferðabækur o. fl., hefðu hugsanlega að geyma. Að auki gætu bygging- ar í öðrum nálægum löndum og samanburður við þær orðið að nokkru gagni.14 Af Norðurlöndunum fjórum, Danmörku, Islandi, Noregi og Svíþjóð, taldi Valtýr líklegast að á Islandi mætti finna trúverðugar heimildir um húsagerð Norðurlandabúa á miðöldum. Sögurnar greindu víða frá húsum á Islandi á söguöld og gerð þeirra,1'’ og meira væri af trúverðugum fornleifum á Islandi en í hinum löndunum þrem. Þar væri einnig að finna leifar ævagamalla bygg- inga, hlutfallslega fleiri en í hinum löndunum þremur, og stafaði það af því, að Islendingar hefðu byggt hús sín af öðru efni en frændur þeirra austan hafs. Engar líkur væru til þess að finna rústir timburhúsa, sem reist voru í Dan- mörku, Noregi eða Svíþjóð á miðöldum, en rústir íslenskra torf- og steinhúsa varðveittust tiltölulega vel um aldir. Þá vissu menn og frá hvaða tíma marg- ar húsarústir væru og vitað væri um nokkrar frá 10. öld. Rústir margra bæja, sem getið væri um í fornritum, væru enn varðveittar og styddu frásagnir í sögunum. Vitneskja um húsagerð Islendinga á fyrri öldum væri og töluverð og enn mætti í gömlum húsum á Islandi greina dæmi um nánast hvert einasta atriði í byggingarháttum, sem getið væri í sögunum. Þetta hefðu þeir, er rit- að hefðu um húsagerð miðaldamanna á Norðurlöndum, ekki viljað viður- kenna og stafaði það af vanþekkingu þeirra á húsagerð Islendinga á ofan- verðri 19. öld.16 Síðan sagði Valtýr: Sáledes siger den bekendte norske oldgransker Nicolaysen: „Naar man nu vil samle de i Sagaerne spredte eensartede Dele, og deraf fremstille de forskjellige Kredse af Nord- mændenes Privatliv i Fortiden, saa afgiver den nuværende Tilstand paa Island forholds- vis kun liden Veiledning, medens de tilsvarende i Norge er af saa stor Betydning, at den
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.