Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 170
168
JÓN Þ. ÞÓR
ANDVARI
Þessi orð hins þekkta norska frumkvöðuls nútíma þjóðfræðirannsókna virð-
ast hafa haft nokkur áhrif á Valtý. Hann fullyrti, að þau hefðu fram til þessa
ekki hlotið þá athygli, sem þau ættu skilið.12 A þeim tíma, sem liðinn væri
frá því að grein Sunds birtist í Folkevennen, hefðu margir fræðimenn birt
greinar um húsagerð og híbýlahætti norrænna þjóða á miðöldum („i oldtid-
en“), en enginn þeirra hefði farið að ráðum hans eða reynt að draga saman
allar heimildir, er snertu hvert einstakt land, og reyna síðan að komast að því
hver væru sérkenni húsagerðar í hverju þeirra. Af slíkri rannsókn mætti hins
vegar ráða, hvort um hefði verið að ræða einhverskonar sameiginlega grunn-
gerð, sem byggingar á Norðurlöndum hefðu þróast frá.13
Valtýr hélt áfram og sagði, að fram til þessa hefðu fræðimenn einkum beint
sjónum sínum að Noregi, er þeir hugðust kanna húsagerðarlist og húsa-
skipan Norðurlandabúa á miðöldum, en hann efaðist um réttmæti þessa. Til
að rannsaka alla þætti fornrar húsagerðar yrði einkum að hyggja að fjórum
meginflokkum heimilda: 1) fornum ritheimildum, 2) fomleifum, 3) húsa-
gerð samtímans í viðkomandi löndum og 4) þeim fróðleik sem yngri ritheim-
ildir, ferðabækur o. fl., hefðu hugsanlega að geyma. Að auki gætu bygging-
ar í öðrum nálægum löndum og samanburður við þær orðið að nokkru
gagni.14
Af Norðurlöndunum fjórum, Danmörku, Islandi, Noregi og Svíþjóð, taldi
Valtýr líklegast að á Islandi mætti finna trúverðugar heimildir um húsagerð
Norðurlandabúa á miðöldum. Sögurnar greindu víða frá húsum á Islandi á
söguöld og gerð þeirra,1'’ og meira væri af trúverðugum fornleifum á Islandi
en í hinum löndunum þrem. Þar væri einnig að finna leifar ævagamalla bygg-
inga, hlutfallslega fleiri en í hinum löndunum þremur, og stafaði það af því,
að Islendingar hefðu byggt hús sín af öðru efni en frændur þeirra austan hafs.
Engar líkur væru til þess að finna rústir timburhúsa, sem reist voru í Dan-
mörku, Noregi eða Svíþjóð á miðöldum, en rústir íslenskra torf- og steinhúsa
varðveittust tiltölulega vel um aldir. Þá vissu menn og frá hvaða tíma marg-
ar húsarústir væru og vitað væri um nokkrar frá 10. öld. Rústir margra bæja,
sem getið væri um í fornritum, væru enn varðveittar og styddu frásagnir í
sögunum. Vitneskja um húsagerð Islendinga á fyrri öldum væri og töluverð
og enn mætti í gömlum húsum á Islandi greina dæmi um nánast hvert einasta
atriði í byggingarháttum, sem getið væri í sögunum. Þetta hefðu þeir, er rit-
að hefðu um húsagerð miðaldamanna á Norðurlöndum, ekki viljað viður-
kenna og stafaði það af vanþekkingu þeirra á húsagerð Islendinga á ofan-
verðri 19. öld.16 Síðan sagði Valtýr:
Sáledes siger den bekendte norske oldgransker Nicolaysen: „Naar man nu vil samle de
i Sagaerne spredte eensartede Dele, og deraf fremstille de forskjellige Kredse af Nord-
mændenes Privatliv i Fortiden, saa afgiver den nuværende Tilstand paa Island forholds-
vis kun liden Veiledning, medens de tilsvarende i Norge er af saa stor Betydning, at den