Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 91
andvari
EINAR OLGEIRSSON
89
birti Einar greinina „Nokkrar hugleiðingar um leið íslendinga til þjóð-
irelsis og sósíalisma“.25) Greinin er skrifuð undir áhrifum af þíðu í
kalda stríðinu og þeirri staðreynd, að Sósíalistaflokknum hafði tekist
að rjúfa einangrun sína í íslenskum stjórnmálum, enda vitnar hún um
aukna bjartsýni Einars á möguleika flokksins til vaxandi áhrifa á þróun
samfélagsins. Sú bjartsýni virtist hljóta staðfestingu með myndun
vmstri stjórnarinnar sumarið 1956. í utanríkismálum setti hún sér það
tnarkmið að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin í samræmi
við ályktun alþingis frá því um vorið, hún boðaði sókn í landhelg-
ismálinu, átak til alhliða atvinnuuppbyggingar og hét því að hafa náið
samráð við verkalýðssamtökin um stjórn efnahagsmála. Ljóst er, að
Einar gerði sér miklar vonir um árangur þessa stjómarsamstarfs.26) Þær
vonir brugðust þó að verulegu leyti. Stjórnin færði að vísu landhelgina
ut í 12 mflur og varð einnig talsvert ágengt í atvinnuuppbyggingu, en
Alþýðubandalagið varð að sætta sig við, að áformin um uppsögn varn-
arsamningsins voru lögð á hilluna eftir að Súezdeilan kom upp og
rauði herinn bældi niður uppreisnina í Ungverjalandi haustið 1956.
^erulegur ágreiningur um efnahagsmál var innan ríkisstjórnarinnar, og
kom hann m. a. fram í því, að Einar Olgeirsson greiddi, sem formaður
Sósíalistaflokksins, atkvæði gegn efnahagsaðgerðum, sem stjómin
beitti sér fyrir vorið 1958. Stjórnarsamstarfinu lauk í desember 1958,
er Hermann Jónasson forsætisráðherra gekk bónleiður til búðar á
Ajþýðusambandsþingi. Stjórnarsamstarfið varð líka afdrifaríkt fyrir
Sósíalistaflokkinn að því leyti, að það magnaði upp deilur innan hans.
vörðuðu þær annars vegar þá spurningu, hvort gera ætti brottför hers-
'ns að úrslitaatriði í stjómarsamstarfinu, en hins vegar það álitamál,
Uve langt Sósíalistaflokkurinn gæti gengið í að taka ábyrgð á efnahags-
stefnu ríkisstjórnarinnar. Það var landhelgismálið, sem réð mestu um,
að stjórnarsamstarfinu var haldið áfram. Einar mat það svo síðar, að
vinstristjórnarárin hefðu verið einhver hin erfiðustu á öllum hans
stJórnmálaferli. í þeim átökum, sem hér var vikið að, voru þeir ekki
atJtaf samstiga, gömlu samherjarnir, Einar Olgeirsson og Brynjólfur
Ejarnason, og varð það til þess, að Brynjólfur hætti að skrifa „Innlenda
yíðsjá“ í Rétt, eins og hann hafði gert reglulega frá 1940-1957.
I stefnuskrá þeirri, sem samþykkt var á stofnþingi Sósíalistaflokksins
^38 og stóð að mestu óbreytt alla tíð, sagði svo um afstöðu flokksins
ll* S°vétríkjanna: „Flokkurinn fylgist einnig af mikilli athygli og samúð
1T1eð starfsemi alþýðunnar í Sovétlýðveldasambandinu að skapa sósíal-