Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 121
andvari
KLUKKA ÍSLANDS í KIRKJUSÖOULEGU LJÓSI
119
hans, Jóni á Vatni, níðstöng í hlaðinu í Bræðratungu.1'3 í annarri mynd - sið-
fræðilegri eða sálfræðilegri - kann hinn norræni trúararfur að birtast í stolti
Snæfríðar.114 Hjá henni tekur það þó á sig sérstæða mynd þar sem hún er þess
albúin að fóma eigin sæmd fyrir æru og endurreisn föður síns.115 Þar er þó
líklegra að „lögmál" hinnar harmrænu ástarsögu Snæfríðar og Amasar sem
°g kvenímynd höfundarins ráði ferðinni fremur en hin forna norræna sæmd-
arhugsjón.
Þegar litið er til höfuðpersónanna þriggja virðist Amas standa næst raun-
verulegum, sögulegum persónum: Klassískt menntuðum háskólamönnum á
17. öld sem til voru í mörgum útgáfum bæði hér á landi og annars staðar,
m- a. í persónu Árna Magnússonar. Að þessu leyti virðist persónugerð hans
trúverðug út frá sögutíma verksins. Þá gæti hann einnig líkst skapara sínum,
Halldóri Laxness, og þess vegna átt fullan þegnrétt á 20. öld.llh Veraldleg,
faunsæ og tiltölulega einföld sjónarmið Jóns Hreggviðssonar hafa án efa átt
sér formælendur á 17. öld. Þau eiga sér líka fjölmargar hliðstæður nú á dög-
Um- Að þessu leyti eru persónur Jóns og Amasar tímalausar, klassískar og sí-
stæðar. Þess vegna geta þær í senn gegnt viðamiklu hlutverki í íslandsklukk-
unni sem er rígbundin við ákveðinn stað og tíma - ísland um aldamótin 1700
~ en jafnframt vísað út fyrir verkið og gefið því algildara sjónarhom. í marg-
ræðni sinni stendur þó Snæfríður ein utan tíma og rúms bæði á sautjándu öld-
'nni og þeirri tuttugustu. Hún sýnir því öllum öðrum fremur í hnotskurn þá
Htlausu baráttu við sjálfan sig og umhverfi sitt sem í því felst að vera mað-
ur.
Lokaorð
Hér hefur verið gerð tilraun til að lesa stórbrotið skáldverk með hliðsjón af
hirkjusögulegum aðstæðum á sögutíma þess. Athugunin hefur leitt í ljós að
höfundurinn er nákunnugur þessum aðstæðum. Jafnframt mótar hann söguna
ems og leir út frá þeim bókmenntalegu forsendum sem hann hefur gefið sér
Vlð samningu verksins.
Kirkjusagan er með nokkrum hætti alls staðar nálæg í íslandsklukkunni.
Hl dæmis gerist ekki lítill hluti hennar á öðru höfuðsetri kirkjusögunnar, þ.
e- Skálholti. Þó veltur á ýmsu hvernig mismunandi svið kirkjusögunnar, t. d.
atburðasagan, hugarfarssagan og persónusagan, endurspeglast í skáldverk-
mu- Kirkjusöguleg atburðarás skiptir vart nokkru máli í Islandsklukkunni.
b^ert á móti mynda hinar kirkjusögulegu aðstæður nokkurs konar hljómbotn
eba bakgrunn fyrir verkið sem eykur mjög trúverðugleika þeirrar aldar-
tarslýsingar sem þar kemur fram. Höfundur dregur upp mynd af þeim hug-
myndum og hugarfari sem ríktu hér á landi á síðari hluta 17. aldar og í upp-