Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 160

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 160
158 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Reynt er að gera beinaflutninginn broslegan með því að sýna tvo prúðbúna menn paufast með kistuna yfir á, missa hana þar svo að lokið fer af og við blasir drulla með einhverju hvítu smælki, líklega beinamulningi. Er hætt við að hér skilji fáir nema þeir sem þekkja söguna og allar vísanir hennar. Frá dramatísku sjónarmiði er þessi breyting tæpast til bóta, því að jarðsetning norður í landi missir mikið af því yfirbragði pólitísks sjónarspils sem pípu- hattaútförin hefur í sögunni. Forsætisráðherrann er í myndinni allt annars konar persóna en fyllibytta sögunnar; hér er þetta gamalreyndur, hægfara pólitíkus sem sér greinilega í gegnum svikavefinn, en dansar með, nauðugur viljugur, á meðan bragðarefur- inn Búi Arland ræður stefnunni. Týpan er ekki með öllu óþekkt úr íslenskum stjórnmálum. Með þessu fær Búi ákveðið mótvægi sem vel má segja að geri hina pólitísku mynd öllu rauntrúrri en í sögunni, líkari veruleikanum þar sem auðvitað voru skiptar skoðanir meðal hægrimanna um ágæti Keflavíkursamn- ingsins. í lýsingunni á fjölskyldu Búa Árlands er paródían að mestu ríkjandi, frúin er hrein skopfígúra og hvergi gefið í skyn að brottför hennar til Ameríku stafi af hjónabandsóhamingju. Sömuleiðis er eldabuskan Jóna nýtt rækilega til skops á líkan hátt og Alfredson gerði síðar í sinni leikgerð. Börnin eru að sjálf- sögðu með en njóta sín afar misvel. Amgrímur, elsti sonurinn, verður einna eftirminnilegastur; úrkynjaður og óuppdreginn, en þó brjóstumkennanlegur í niðurlægingunni. Guðný birtist ekki fyrr en undir miðja mynd og kemur fyrir sjónir sem kaldlynd glæsipía og dekurrófa á karlaveiðum; það er mjög erfitt að fá samúð með henni jafnvel eftir fóstureyðinguna. Um leikstjóm myndar- innar verður að segjast að hún er yfirleitt tilþrifalítil og ber þess nokkur merki að hver leikari hafi fengið að syngja með sínu nefi - ákaflega misvel sannast sagna, enda sumir margreyndir en aðrir hreinir byrjendur, t. d. bömin. Hvað vantar? Hafi Olafur Jónsson haft rétt fyrir sér í því að hinn pólitíski broddur sögunn- ar væri slævður í Norðanstúlkunni, verður hið sama ekki sagt um hinar leik- gerðirnar tvær og bíómyndina. I kvikmyndinni og söngvaleik Hans Alfreds- on hefur þroskasögu Uglu, tilvistarlegu vali hennar, hins vegar verið fórnað fyrir pólitíkina. Naumast leikur á tveim tungum að Bríeti tókst best að sam- þætta þessa tvo meginþætti í leikgerð sinni, skapa hugtækt leikhúsverk sem sýndi meginkjarna sögunnar trúnað. Skortir þá ekkert í leikgerð Bríetar sem máli skiptir? Áður en ég svara því langar mig til að benda á eitt mikilvægt atriði sem vantar í allar leikgerðirn- ar, atriði sem er ekki fyrirferðarmikið í sögunni en gegnir þó nauðsynlegu hlutverki. Það er æðiskast frú Árland, sem nefnt er hér að framan og er nán-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.