Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 37
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
35
síldarbær í heimi. Jafnframt skipti útflutningur saltsíldar, síldarlýsis og
sddarmjöls æ meira máli fyrir afkomu þjóðarbúsins.|y) Síldarútvegur-
inn var þó sveiflukennd atvinnugrein, og komu þar til bæði náttúrlegar
astæður og aðstæður á mörkuðum. Þá var mikill happdrættis- og gull-
grafarabragur á athöfnum ýmissa síldarspekúlanta, og hefur Halldór
Laxness reist þeim óbrotgjarnan minnisvarða í Guðsgjafaþulu sinni.
olaðið Verkamaðurinn hafði haldið uppi harðri gagnrýni á síldarút-
Vegsmenn fyrir skipulagsleysi, brask og dugleysi við markaðsöflun.
Hafði þar m. a. verið bent á þann möguleika að selja saltsíld til Sovét-
Hkjanna. Þetta varð til þess, þegar Einar var staddur á Siglufirði í ágúst
^27, að ýmsir helstu síldargrósserarnir þar settust að honum, hvöttu
hann til að standa nú við stóru orðin og fara á fund Rússa og selja þeim
síld, úr því að hann þættist kunna úrræði við vanda atvinnugreinar-
lr>nar. Einar taldi á þessu ýmis tormerki, enda hafði hann aldrei neitt
n^iri verslun komið, en hins vegar átti hann bágt með að skorast undan
1 Ijósi þess sem á undan var gengið. Til að gera langa sögu stutta þá fór
Hinar utan á vegum síldarútgerðarmannanna og átti fyrir þeirra hönd
Vlðræður við verslunarsendinefnd Sovétríkjanna í Kaupmannahöfn.
nókust þar samningar um kaup Sovétmanna á 25 þúsund tunnum af
saltsíld frá íslandi. í Kaupmannahöfn bjó Einar á sama hóteli og ráð-
herrarnir Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson, en ríkisstjórn Fram-
soknarflokks með hlutleysi Alþýðuflokks var þá einmitt í burðar-
•onum. Áttu þeir Einar og Jónas þar viðræður um stjórnmálaviðhorfið
^ loknum kosningum og einnig bar síldarsölumálin á góma. í þessari
lerð bar það einnig til tíðinda, að danskir kommúnistar fengu Einar til
j*ð halda ræðu á fjöldafundi í Idrætshuset á Austurbrú, sem þeir ásamt
eirum gengust fyrir til að mótmæla því, að yfirvöld í Bandaríkjunum
tækju anarkistana Sacco og Vanzetti af lífi. Var þetta fyrsta pólitíska
[^ðan, sem Einar hélt á erlendri grund, og jafnframt fyrsta opinbera
Pátttaka hans í starfi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar sósíalismans.
. .Hinn 15. apríl 1928 samþykkti alþingi lögin um Síldareinkasölu rík-
1Slns og var Einar ráðinn einn forstjóra hennar.20) Einkasalan var nokk-
nrs konar lögskipað félag síldarútvegsmanna og verkalýðsfélaga á
i orðurlandi um sölu á síld. Stjórn hennar var skipuð fimm mönnum,
Premur kjörnum af alþingi og var Erlingur Friðjónsson einn þeirra og
•Hfnframt stjórr>arformaður, en hvor aðili um sig, Verkalýðssamband
orðurlands og útgerðarmenn, tilnefndi einn stjórnarmann. Þrennt
1T|un einkum hafa vakað fyrir Jónasi Jónssyni með framgöngu hans í