Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 88
86
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
sú, að ríkisstjórnin hafði á óformlegum leynifundum tryggt sér fyrir-
fram stuðning allra þingmanna þríflokkanna við samningsgerðina.
Einar Olgeirsson var alla tíð mjög áhugasamur um norrænt samstarf.
Hann taldi hið menningarlega samband við frændþjóðirnar annars
staðar á Norðurlöndum mikilvægt í sjálfu sér, en gildi þess fólst að
hans dómi einnig í því að skapa mótvægi við ofurþunga engilsaxneskra
áhrifa, sem sigldu í kjölfar hersetunnar. Einar sat fund norræna þing-
mannasambandsins í Stokkhólmi í ágúst 1951, þar sem stofnun Norð-
urlandaráðs var undirbúin. Innan Islandsdeildar þingmannasambands-
ins voru sósíalistar og Alþýðuflokksmenn langáhugasamastir um þátt-
töku íslendinga í ráðinu, en meira tómlætis gætti í röðum þáverandi
stjórnarflokka, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Aðild Islend-
inga að Norðurlandaráði var staðfest hinn 10. desember 1952, og áttu
þeir rétt á fimm fulltrúum þar. Þegar kom að fulltrúakjöri í ráðið, gerð-
ist næsta einstæður atburður í þingsögunni. Sósíalistaflokkurinn hafði
þingstyrk til að fá mann kjörinn í ráðið, ef venjuleg hlutfallskosning í
sameinuðu þingi hefði verið viðhöfð. Sú tilhugsun virðist hafa verið
stjórnarliðum og Alþýðuflokksmönnum þvert um geð, því að þeir
brugðu á það ráð að láta kjósa hlutfallskosningu í hvorri þingdeild um
sig, gagngert til að útiloka Sósíalistaflokkinn frá þátttöku í ráðinu. Var
sú aðferðafræði einsdæmi í þingsögunni við slíkar kosningar. Einar
Olgeirsson beitti sér kröftuglega gegn þessari skipan, en allt kom fyrir
ekki. Hann var síðan kosinn í Norðurlandaráð árið 1957 og átti þar sæti
til 1963.19)
Á árunum 1949-1953 skrifaði Einar Olgeirsson hverja ádeilu- og
hvatningargreinina af annarri í tímarit sitt Rétt, þar sem hann brýndi
menn til andstöðu við rrkjandi utanríkisstefnu og vaxandi áhrif og ítök
Bandaríkjamanna í íslensku þjóðlífi. En sérstæðasta framlag hans í
þessu efni er þó án efa rit hans Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi
Islendinga, sem kom út árið 1954. Trúlega birtist eldheit þjóðemistil-
finning Einars hvergi skýrar en einmitt þar og vísast þá einkum til
lokakafla bókarinnar, „Arfur alþýðunnar“. í eftirmála segir hann svo
um tilgang bókarinnar, að hann hafi verið sá „að vekja áhuga alþýðu
og einkum alþýðuæskunnar á þjóðveldinu og gera verkalýðshreyfing-
unni ljósar hvern arf hún ætti þar“, því að aldrei hafi verið „meiri þörf
á að tengja [þennan baráttuarf] við frelsis- og menningarbaráttu þjóð-
arinnar en nú þegar menningarlíf vort er í slíkri deiglu, sem raun ber
vitni“.20) Stofn ritsins voru fyrirlestrar, sem Einar hélt í flokksskóla