Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 75
andvari
EINAR OLGEIRSSON
73
lngar Sovétmanna og vesturveldanna í baráttu þeirra gegn öxulríkj-
unum. Þeir litu svo á, að staðsetning Bandaríkjahers hér á landi væri
liður í þeirri baráttu. Þess vegna ömuðust þeir ekki við hersetu Banda-
ríkjamanna, þótt þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði gegn her-
verndarsamningnum 1941. Bandarískir ráðamenn töldu líka íslenska
sosíalista til vina á þessum árum. Sósíalistar höfðu þó áhyggjur af því,
að Bandaríkjamenn hefðu áform um að hreiðra hér um sig til fram-
búðar að stríði loknu, þvert á gefin fyrirheit í herverndarsamningnum.
^ví töldu þeir miklu varða, að Sósíalistaflokkurinn væri í ríkisstjórn,
Þegar stríðinu lyki, svo að hann gæti haft hönd í bagga með mótun
utanríkisstefnu landsins á þeim tímamótum.9) Nú liggur löngu Ijóst
'ynr, að áhyggjur sósíalista af framtíðaráformum Bandaríkjamanna
höfðu við gild rök að styðjast. Þegar á árinu 1942 höfðu bandarísk her-
ntálayfirvöld sett sér það mark að halda aðstöðu sinni hér til fram-
búðar, og þau litu á það sem hlutverk bandarískra stjórnvalda að sjá til
Þess, að svo mætti verða.l0) Síðast en ekki síst voru forystumenn sósí-
ulista mjög meðvitaðir um, að þær miklu kjarabætur, sem tekist hafði
uð knýja fram með skæruhernaðinum 1942, voru aðeins fyrsta skrefið
1 iífskjarabyltingu alþýðu. Til að festa þennan ávinning í sessi og
h'eysta hin nýfengnu kjör til frambúðar, varð að leggja nýjan atvinnu-
§rundvöll fyrir þjóðarbúskapinn með kaupum á nýtískulegum og
uíTastamiklum atvinnutækjum handa öllum atvinnugreinum, einkum
Pó í sjávarútvegi. Nú var lag til fjárfestingar í slíkri framtíðaruppbygg-
ln§u, því að á stríðsárunum höfðu þjóðinni áskotnast miklar innistæður
1 erlendum gjaldeyri, dollurum og pundum. Námu þær um 580 millj-
°num króna í júní 1945. Þetta var baksviðið fyrir boðskap sósíalista
nýsköpun atvinnulífsins, sem varð þungamiðjan í stjórnmálabar-
attu Sósíalistaflokksins frá vori 1944. Einar Olgeirsson varð eins konar
Persónugervingur þessarar hugmyndar, sem hann bar fram af miklum
Rrafti og eldmóði í greinum í ÞjóÖviljanum, en reis hæst í frægri
uýsköpunarræðu á alþingi hinn 11. september í umræðum um dýrtíð-
urfrumvarp utanþingsstjórnarinnar."1 Þegar Einar hafði lokið máli sínu
1 þeim umræðum, vék Ólafur Thors sér að honum og mælti: „Hva, þú
ert hara kominn með allt prógram stjórnarinnar í ræðunni“. Ekki hlutu
uýsköpunarhugmyndirnar jafngóðar undirtektir í öllum herbúðum. Jón
Arnason bankastjóri, einn helsti efnahagssérfræðingur Framsóknar-
°kksins, kallaði þær lofsöng eyðslunnar, og dagblaðið Vísir, málgagn
uudstöðuarmsins í Sjálfstæðisflokknum, kenndi þær við launráð og