Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 177

Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 177
ANDVARI GLATADUR SONUR FRÆDAGYDJUNNAR? 175 síst vegna þess fjölda dæma, sem í henni eru. Árið 1983 var málfræðin end- urútgefin ljósprentuð af Málvísindastofnun Háskóla íslands og var fyrsta rit- ið í flokknum Rit um íslenska málfræði. í öðrum flokknum er Island i Fristatstiden veigamest, en hafa ber í huga, að flestar ritsmíðanna í þessum flokki samdi Valtýr einkum fyrir danska les- endur og á dönsku. Undantekningar eru greinarnar um framfærslu og sveit- arstjórn á þjóðveldisöld og um hestaþing fommanna í Eimreiðinni. Þá er og einkar fróðlegt fyrir nútímamenn að lesa mat stjómmála- og fræðimannsins Valtýs Guðmundssonar á ævi og störfum Jóns Sigurðssonar. í þriðja flokknum ber Islands Kultur ved Aarhundredskiftet 1900 og grein- ina um landsréttindi íslands hæst, en í fjórða flokknum sker engin ritsmíð sig úr. Þar kennir margra grasa og geta má þess, að Valtýr gerði um skeið nokk- uð af því að þýða íslensk skáldverk á dönsku, þýddi m. a. nokkrar sögur eft- ir Einar H. Kvaran. Þá var hann óþreytandi að skrifa um íslenska menn og málefni í dönsk blöð.32 Dr. Valtýr Guðmundsson var maður fjölfróður og fjallaði í ritverkum sín- um um mál er heyrðu til mörgum fræðigreinum. Var það háttur flestra há- skólamanna á þeim tima. Engum, sem kannar höfundarverk hans getur dul- ist, að honum lét einkar vel að skrifa fyrir hinn svokallaða almenna lesanda, hvort sem var á íslensku eða dönsku. Síðari ár ævinnar mun hann og hafa fengist mest við slík skrif og naut þar yfirgripsmikillar þekkingar sinnar á mörgum efnum. Sem fræðimaður var hann barn síns tíma og studdist tíðum við heimildir, sem ýmsir síðari tíma menn myndu ekki hafa treyst jafn vel. Hann var hins vegar vandvirkur, gjörþekkti heimildir sínar og vann vel úr þeim. Höfuðviðfangsefni hans var menningarsaga Islands og Norðurlanda á landnáms- og þjóðveldisöld og þar lagði hann margt gott af mörkum. Þess var getið í upphafi þessa máls, að ýmsir hafi litið svo á að Valtýr hafi ekki náð að uppfylla þau fyrirheit sem vísindamaður á sviði íslenskra fræða, sem hann gaf á námsárunum. Munu flestir kenna það stjórnmálaafskiptum, er tekið hafi of mikið af tíma hans á bestu starfsárunum. Þessi skoðun fær trauðla staðist, þótt alltaf sé afstætt hvenær menn uppfylla þær vonir, sem aðrir gera sér urn þá. Valtýr Guðmundsson var vissulega ekki sami afreks- maður í túni fræðanna og félagi hans Finnur Jónsson, en hann skrifaði engu að síður margt og vann mikið starf við að miðla fróðleik og þekkingu til al- mennings. Það starf ber engan veginn að vanmeta, og víst er, að Valtýr leit á það sem siðferðilega skyldu sína sem fræðimanns og stjórnmálamanns að veita íslenskri alþýðu hlutdeild í þeirri þekkingu, sem honum hafði gefist kostur á að afla sér. Með því taldi hann sig helst geta endurgoldið skuld sína við íslenska menningu og launað forsjóninni þá gæfu að honum lánaðist að ganga menntaveginn. I skrám Landsbókasafns-Háskólabókasafns er 51 titill skráður á nafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.