Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 177
ANDVARI
GLATADUR SONUR FRÆDAGYDJUNNAR?
175
síst vegna þess fjölda dæma, sem í henni eru. Árið 1983 var málfræðin end-
urútgefin ljósprentuð af Málvísindastofnun Háskóla íslands og var fyrsta rit-
ið í flokknum Rit um íslenska málfræði.
í öðrum flokknum er Island i Fristatstiden veigamest, en hafa ber í huga,
að flestar ritsmíðanna í þessum flokki samdi Valtýr einkum fyrir danska les-
endur og á dönsku. Undantekningar eru greinarnar um framfærslu og sveit-
arstjórn á þjóðveldisöld og um hestaþing fommanna í Eimreiðinni. Þá er og
einkar fróðlegt fyrir nútímamenn að lesa mat stjómmála- og fræðimannsins
Valtýs Guðmundssonar á ævi og störfum Jóns Sigurðssonar.
í þriðja flokknum ber Islands Kultur ved Aarhundredskiftet 1900 og grein-
ina um landsréttindi íslands hæst, en í fjórða flokknum sker engin ritsmíð sig
úr. Þar kennir margra grasa og geta má þess, að Valtýr gerði um skeið nokk-
uð af því að þýða íslensk skáldverk á dönsku, þýddi m. a. nokkrar sögur eft-
ir Einar H. Kvaran. Þá var hann óþreytandi að skrifa um íslenska menn og
málefni í dönsk blöð.32
Dr. Valtýr Guðmundsson var maður fjölfróður og fjallaði í ritverkum sín-
um um mál er heyrðu til mörgum fræðigreinum. Var það háttur flestra há-
skólamanna á þeim tima. Engum, sem kannar höfundarverk hans getur dul-
ist, að honum lét einkar vel að skrifa fyrir hinn svokallaða almenna lesanda,
hvort sem var á íslensku eða dönsku. Síðari ár ævinnar mun hann og hafa
fengist mest við slík skrif og naut þar yfirgripsmikillar þekkingar sinnar á
mörgum efnum. Sem fræðimaður var hann barn síns tíma og studdist tíðum
við heimildir, sem ýmsir síðari tíma menn myndu ekki hafa treyst jafn vel.
Hann var hins vegar vandvirkur, gjörþekkti heimildir sínar og vann vel úr
þeim. Höfuðviðfangsefni hans var menningarsaga Islands og Norðurlanda á
landnáms- og þjóðveldisöld og þar lagði hann margt gott af mörkum.
Þess var getið í upphafi þessa máls, að ýmsir hafi litið svo á að Valtýr hafi
ekki náð að uppfylla þau fyrirheit sem vísindamaður á sviði íslenskra fræða,
sem hann gaf á námsárunum. Munu flestir kenna það stjórnmálaafskiptum,
er tekið hafi of mikið af tíma hans á bestu starfsárunum. Þessi skoðun fær
trauðla staðist, þótt alltaf sé afstætt hvenær menn uppfylla þær vonir, sem
aðrir gera sér urn þá. Valtýr Guðmundsson var vissulega ekki sami afreks-
maður í túni fræðanna og félagi hans Finnur Jónsson, en hann skrifaði engu
að síður margt og vann mikið starf við að miðla fróðleik og þekkingu til al-
mennings. Það starf ber engan veginn að vanmeta, og víst er, að Valtýr leit á
það sem siðferðilega skyldu sína sem fræðimanns og stjórnmálamanns að
veita íslenskri alþýðu hlutdeild í þeirri þekkingu, sem honum hafði gefist
kostur á að afla sér. Með því taldi hann sig helst geta endurgoldið skuld sína
við íslenska menningu og launað forsjóninni þá gæfu að honum lánaðist að
ganga menntaveginn.
I skrám Landsbókasafns-Háskólabókasafns er 51 titill skráður á nafn