Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 137
andvari
NIETZSCHE í GRJÓTAÞORPINU
135
Mynd er ekki stúlka, jafnvel þó það sé stúlkumynd. Meir að segja, því líkari sent mynd
er stúlku, að sarna skapi er hún fjær því að vera stúlka. Allir vilja sofa hjá stúlku, eing-
inn hjá eftirlíkíngu af stúlku. Jafnvel nákvæm vaxmynd af Kleópötru hefur ekki blóð-
rás; og ekki vagínu. Þér líkar ekki ellefti fíngurinn, en nú skal ég segja þér sögu: ellefti
fíngurinn kemur í staðinn fyrir þetta tvennt ... sú mynd Kleópötru sem fer næst henni
allra mynda, persónan sem gekk hér í gegnum stofuna áðan og fór að hita kaffi frammí
eldhúsi, hún hefur að vísu blóðrás og margt fleira gott, en samt er hún allra hluta fjærst
Kleópötru ... hún er nefnilega ekki einusinni líkíng sjálfrar sín. Og þetta veit listamað-
urinn; og þessvegna málar hann á hana ellefu fíngur. (50)
Þannig hjálpar organistinn sveitastúlkunni að skilja nútímann þó að hann
neiti að horfa upp á glæpafélagið.17
Ýmsir sem fjallað hafa um Atómstöðina hafa gert lítið úr því hversu rót-
tækur organistinn er. Peter Hallberg hefur sagt um hann: „Organistinn er
gæddur eins konar altækum skilningi á öllu, sem mannlegt er, og brosleitu,
nærri því yfirmannlegu hlutleysi gagnvart breytni manna.“lx En organistinn
er fjarri því að vera hlutlaus. Sá sem talar eins og organistinn um hjónaband-
*ð, kirkjuna, frjálst kynlíf og fjölskylduna, svo að ekki sé minnst á íslenskt
þjóðerni, er nokkuð vís með að vera kallaður kommúnisti í þeim heimi sem
Atómstöðin gerist í.19 Sumt af því sem hann segir þætti mörgum enn talsvert
hneyksanlegt. En Atómstöðin er mynd af heimi eftirstriðsáranna, þegar kalda
strfðið var hvað kaldast og nálgaðist stundum ofsóknaræði. Frú Árland veit
fiiætavel að það er kommúnismi að vera hlynntur vöggustofu þó að doktor-
lr*n viti betur og geri að lokum málið að sínu. Organistinn er þó mun róttæk-
ari en hinir félagsbundnu kommúnistar sem sjást í sögunni.20 Hann er and-
Vlgur flestum grundvallarkennisetningum borgaralegs siðferðis. Eitt af því er
eignarrétturinn.
Móðir organistans er ekki móðir hans heldur er hann barnið hennar. Það
eru ekki aðeins kenjar og sérviska. Skömmu síðar koma guðirnir til organist-
ans og brenna þar peninga. Organistinn horfir hlæjandi á og hreinsar síðan
gólfið án þess að hafa mörg orð um. Skömmu síðar þarf hann að fá krónu lán-
aða hjá Uglu. Síðar koma lögreglumenn til hans og hafa áhyggjur af stolnum
uiinkum. Organistanum þykir ekkert gera til þó að fimmtíu minkum sé stolið.
Euginn verði ríkur af þjófnaði því að sá þjófnaður sem skipti máli gerist ann-
arsstaðar: „það er öllu stolið í landinu. Og bráðum verður landínu sjálfu
stolið“ (56). Afstaða organistans einkennist af virðingarleysi fyrir eignarrétt-
•num þó að sjálfur steli hann engu enda telur hann það ekki ómaksins virði.
ullri orðræðu hans kemur fram að hinir ríku eru þjófar. Organistinn tekur
uer undir fleyg orð Proudhons sem róttæklingar höfðu eitt sinn mjög í háveg-
A þessum árum var kommúnisminn orðinn opinber trú í drjúgum hluta
Vrópu og hetjumæður voru verðlaunaðar í Sovétríkjunum. Organistinn er