Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 80
78
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
í sex og hálft ár og máttu hafa þar starfslið á sínum vegum. Sósíalistar
litu svo á, að hér væri um illa dulbúinn herstöðvarsamning að ræða.
Þeir börðust af alefli gegn samþykkt samningsins á þingi, og utan
þings reis einnig mikil mótmælahreyfing gegn honum. Hafði hún á
oddinum kröfuna um þjóðaratkvæði. Þeirri kröfu var hafnað á alþingi
með 27 atkvæðum gegn 24. Þegar samningurinn hafði verið sam-
þykktur, lýstu sósíalistar yfir því, að grundvöllur stjórnarsamstarfsins
væri brostinn, og við tók lengsta stjórnarkreppa í sögu íslenska
lýðveldisins. Henni lauk hinn 4. febrúar 1947, þegar Stefáni Jóh. Stef-
ánssyni, formanni Alþýðuflokksins, tókst að koma saman stjórn með
sjálfstæðis- og framsóknarmönnum. Þetta stjórnarmynstur var óska-
stjórn Bandaríkjamanna og fyrsta kaldastríðsstjórnin hér á landi. A
fyrstu árunum eftir stríð voru í ýmsum ríkjum Vestur-Evrópu sam-
steypustjórnir með aðild kommúnista og vinstri sósíalista. Það er eftir-
tektarvert, að nýsköpunarstjórnin var fyrst slíkra stjórna til að splundr-
ast af völdum þess kalda stríðs, sem nú var í uppsiglingu.
Það sjónarmið hefur stundum verið viðrað, að sósíalistar hafi brugð-
ist of harkalega við Keflavíkursamningnum. Því er til að svara, að með
því að láta hann varða stjórnarslitum, lögðu þeir áherslu á alvöru þessa
máls fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og framtíðarsamskipti hennar við
stórveldið í vestri. Þessi einarða afstaða hefur án efa átt sinn þátt í því,
að síðar tókst að vekja jafnöfluga andstöðu gegn herstöðvum og aðild
Islands að hernaðarbandalagi og raun varð á.
Kaldastríðsár
Tveir síðustu áratugirnir á stjórnmálaferli Einars Olgeirssonar ein-
kenndust annars vegar af því kalda stríði, sem þá geisaði á alþjóðavett-
vangi, en hins vegar af langvinnri stöðubaráttu stjórnmálaflokkanna
hérlendis. Með því er átt við þá eftirtektarverðu staðreynd, að það
stjórnmálakerfi fjögurra flokka og þau innbyrðis styrkleikahlutföll
þeirra, sem til urðu í kosningum ársins 1942, héldust í megindráttum
óbreytt allt til ársins 1971. Eina frávikið var þegar Þjóðvarnarflokkur-
inn fékk tvo menn á þing í kosningunum 1953, en þeim tapaði hann í
næstu kosningum. Auk formennskunnar í Sósíalistaflokknum var
Einar formaður þingflokks sósíalista og síðar Alþýðubandalagsins allt