Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 118
116
HJALTl HUGASON
ANDVARI
hafði bjargað Snæfríði úr klóm júngkærans er hann kom drukkinn og óvenju
illvígur heim í Bræðratungu hreykti hún sér ekki upp heldur sagði: „Alt hef-
ur mér illa farist og þetta verst... Og það er ég viss um að maddaman hús-
móðir mín fyrirgefur mér þetta aldrei. Réttast væri ég riði heim og legði
hnakkann undir hæl lögmannsins."92
Sami þjóðfélagsskilningur kemur fram í því að ekki voru sömu viðmið og
reglur talin gilda fyrir ríka og snauða eins og heyra má í orðum biskupsfrú-
arinnar:
Ekki skulum við deila um það systir; þó sýnist mér vilji skaparans hljóti að vera sá að
hverja góða konu lángi til að eiga hraustan son... og ef kona er barnlaus í sínu hjónabandi,
þá er það ekki hennar sök, heldur hefur guð svo ákveðið. En sé kona af æðri stétt, þá ger-
ir hún ekki rétt, heldur lastar guð, ef hún mælir sitt líf við húsgángsfólk og réttaða brota-
menn.93
Feill Brynjólfs biskups Sveinssonar fólst líka í því að mati Eydalíns lög-
manns að hann misskildi réttlætið og hélt það gilti um alla jafnt.94 Þá stuðl-
aði sá að ranglæti sem hvatti til aukins jöfnuðar milli almúgans og yfirvald-
anna, eins og biskupsfrúin benti systur sinni á um leið og hún spurði hvort
hún vissi hver maður Arnas Amæus, boðberi réttlætisins í sögunni, væri í
raun:
...því hefði ég seint trúað að kona af þinni ætt hér á íslandi tæki máli illræðisfólks
þeirra dæmdu á móti sínum réttum dómara, þeirra sem vilja siga almúganum uppámóh
hans herrum og brjóta niður almenna kristilega og rétta skikkan mannfólksins í landinu.
Skylda höfðingjanna var að hennar mati og samkvæmt viðtekinni hug-
myndafræði á sögutíma íslandsklukkunnar að tryggja að friður og regla héld-
ust í samfélaginu. Það gerðist ekki nema þar héldist óbreytt skipan:
Ég sagði ekki að yfirvöldin kynnu ekki að gera rángt,... Við vitum að allir menn eru synd-
ugir. En ég segi, ... að eigi íslensk yfirvöld að niðurbrjótast undir Brimarhólmsstraff og
betri menn þessa fátæka lands jafnast við jörðu, þá náir Island ekki leingur að standa. Sa
maður sem kemur að brjóta niður þann skikk og skipan sem hefur híngað til forðað voru
arma fólki frá því að gerast útileguþjófar og brennumenn í einum hóp ... - hvað á að kalla
slíkan mann?91
Sami þjóðfélagsskilningur mótar jafnvel sjálfsmynd hinna lítillækkuðu og
smáðu:
Mér var barni kent að líta upp til höfðíngjanna, sagði gamall flakkari með grátstaf í kverk-
um. Og nú má ég á gamalsaldri horfa uppá dregna fyrir dóm fjóra þeirra góðu sýslumanna
sem hafa látið hýða mig. Ef einginn hýðir okkur leingur, hvers á maður þá að líta upp til?