Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 87
ANDVARI
EINAR OLGEIRSSON
85
alistaflokksins, gefinn kostur á að fjalla um það, nema á örstuttum
fundi þann 29. mars. Engu að síður urðu aðgerðir bandalagsandstæð-
lnga, sósíalista og þjóðvamarmanna, kröftugar og náðu svipuðu
umfangi og í mótmælunum gegn Keflavíkursamningnum.16* Andstæð-
lngar aðildar báru einkum fram þau rök, að með henni væri hlutleysi
landsins endanlega fargað, og þeir töldu einnig, að hún kallaði aukna
arásarhættu yfir landið. Þá héldu þeir því fram, að aðild að hemaðar-
bandalagi beinlínis kallaði á herstöðvar í landinu þrátt fyrir alla fyrir-
vara um, að hér yrði ekki erlendur her á friðartímum. Ollum kröfum
þeirra um þjóðaratkvæði í málinu var hafnað.
Atökin miklu á Austurvelli 30. mars 1949 verða heldur ekki gerð að
umtalsefni hér, en drepið skal á einn þátt í eftirmálum þeirra. Fyrir-
skipuð var réttarrannsókn á atburðunum, og var Einar Olgeirsson einn
þeirra, sem kvaddir voru til yfirheyrslu. Hann neitaði við það tækifæri
að svara spurningum réttarins á þeirri forsendu, að dómstóllinn væri
hvorki óháður né hlutlaus. Það mat studdi hann þeim rökum, að hvorki
lögreglustjórinn, ráðherrarnir, formenn stjórnarflokkanna né það lið,
sem þeir vopnuðu, hefði verið tekið til yfirheyrslu. Því bæri öll réttar-
Iannsóknin keim af ofsóknum á hendur Sósíalistaflokknum og
yerkalýðshreyfingunni. Er skemmst frá því að segja, að Einar var
akærður fyrir þau ummæli sín, að dómstóllinn væri hvorki óháður né
hlutlaus. Var hann í undirrétti dæmdur í 900 króna sekt fyrir að
»móðga“ réttinn. Málið fór fyrir hæstarétt, sem hækkaði sektina í 1500
krónur og vítti undirrétt fyrir að láta bóka yfirlýsingu Einars! Einar
Jagði fram ítarlega vörn í þessu máli réttvísinnar gegn honum og gerði
Par grein fyrir viðhorfi sínu til atburðanna 30. mars og einkum þó rétt-
arrannsóknarinnar. Kom það skjal síðar á prent í Rétti.'7)
Gerð herstöðvasamningsins við Bandaríkin 5. maí 1951 og koma
°andaríkjahers í kjölfarið vakti ekki jafnmikla andstöðu meðal þjóðar-
|nnar og Keflavíkursamningurinn og aðildin að Atlantshafsbandalag-
jnu. Sósíalistaflokkurinn brást þó hart við tíðindunum. Miðstjórn
jmkksins gaf út Ávarp til íslendinga hinn 8. maí, og ber það ótvíræð
el undareinkenni Einars Olgeirssonar. Þar kom fram sú afstaða, að
Samningsgerðin væri brot á lögum og stjórnarskrá íslenska lýðveldis-
því að ekkert samráð hefði verið haft við utanríkismálanefnd og
j 'v- 21. gr. stjórnarskrárinnar þyrfti samþykki alþingis til að leggja á
and og þjóð slíkar kvaðir, sem í samningnum fælust.181 Ástæðan fyrir
Pvi, að svo lítið kvað að mótmælum annarra flokka manna, er trúlega