Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 56
54
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
stígnum, en svo fór, að húsaleiguskuldir söfnuðust upp hjá þeim. Því
urðu þau að flytja árið 1936 inn á Njálsgötu 85, en gerðu áður upp
skuldina með því að láta ágæt borðstofuhúsgögn, sem þau áttu, ganga
upp í hana. Á Njálsgötunni bjuggu þau síðan til ársins 1948, þegar fjöl-
skyldan fluttist að Hrefnugötu 2, þar sem hún bjó upp frá því. Á Njáls-
götuárunum fæddust þeim Einari og Sigríði tvö börn: Sólveig Kristín,
fædd 1939, kennari og rithöfundur, sem nú er búsett í Ástralíu, og
Ólafur Rafn (1943-1983), sagnfræðingur.
Samfylkingarstefna sú, sem ruddi sér til rúms í heimshreyfingu
kommúnista á árinu 1934 og hlaut formlega staðfestingu sem opinber
stefna Kominterns á 7. heimsþingi sambandsins í Moskvu árið 1935,
var mjög að skapi Einars Olgeirssonar og skoðanabræðra hans í KFI,
en þeir Einar og Brynjólfur Bjarnason sátu þingið sem fulltrúar flokks-
ins. Nú var inntak samfylkingarbaráttunnar breytt að því leyti til, að
kommúnistar lögðu áherslu á að ná formlegu samstarfi við flokka sósí-
aldemókrata og jafnvel róttæk og frjálslynd borgaraleg öfl til varð-
stöðu um réttindi verkafólks og um baráttu fyrir lýðræði og gegn fas-
isma. Samfylkingarstefnan hafði brátt þau áhrif að losa kommúnista úr
fyrri einangrun og þoka flokkum þeirra að nýju inn í meginstraum
stjórnmálanna. Þessi þróun var sérlega skýr í Frakklandi og á Spáni,
þar sem myndaðar voru alþýðufylkingar á þessum grunni. Þær unnu
báðar sigur í kosningum árið 1936 og mynduðu ríkisstjórn í löndum
sínum. Borgarastyrjöldin á Spáni, sem braust út í kjölfarið, myndaði
veigamikinn þátt í alþjóðlegu baksviði stjórnmálanna næstu árin. Þar
tókust á löglega kjörin ríkisstjórn spænska lýðveldisins og fasískir
uppreisnarmenn Francos, sem nutu stuðnings Hitlers og Mússolinis.
Lýðveldisstjórnin naut stuðnings tugþúsunda sjálfboðaliða frá ýmsum
löndum. Alþjóðasveitirnar eru glæsilegasta dæmi sögunnar um
alþjóðahyggju verkalýðsins og sósíalismans, og dýrasta dæmið um
það, hvernig menn fylgdu hugsjón samfylkingarinnar eftir í verki. I
spænsku borgarastyrjöldinni var sem allar átakalínur samtímans skær-
ust í einum punkti.
Einar Olgeirsson var í góðri aðstöðu til að beita sér fyrir framgangi
samfylkingarstefnunnar sem ritstjóri Réttar og síðar Verklýðsblaðsins
frá hausti 1935 og loks Þjóðviljans, sem hóf göngu sína haustið 1936
sem dagblað Kommúnistaflokksins.
Eftir alþingiskosningarnar 1934 buðu kommúnistar Alþýðu-
flokknum samfylkingu með vísan til fjögurra ára áætlunar hans, en