Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 32
30
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
í Verkamannafélagi Akureyrar voru haldnir tíðir fundir, venjulega annan hvern
sunnudag kl. 2 á messutímanum yfir vetrarmánuðina... Stundum stóðum við
úti við gluggann og fylgdumst spenntir með mannaferðum utan af Oddeyri.
Væru verkamenn einir á ferð, voru þeir ugglaust að koma upp til okkar, en
væru konur þeirra nreð var ljósast að þau væru að ganga til kirkju...
Einari segist líka svo frá útbreiðslufundi í Verkamannafélaginu 16. jan-
úar 1927:
Þegar við höfðum haldið langar ræður yfir verkamönnunum báðum við þá að
standa upp sem vildu ganga í félagið. Þeir stóðu þá upp hver á fætur öðrum...
Svo rís roskinn maður upp og segir: „Fyrst allir synir mínir þrír eru komnir inn,
þá er nú best að kallinn fylgi með...“.
A einum slíkum útbreiðslufundi, í Verkakvennafélaginu Einingu þann
20. mars 1927, flutti Einar ræðu, sem varð honum einna eftirminnileg-
ust af öllum þeim ræðum, sem hann flutti á sínum langa pólitíska ferli.
Við þetta tækifæri lagði hann út af dæmisögunni um mennina, sem
voru að fara yfir fjallveg, en komust ekki áfram, því að bjarg hafði
fallið á veginn:
Bjarginu líkti ég við fátæktina og legðumst við öll á eitt gætum við feykt henni
burt og verkalýðurinn öðlast frelsi og mannréttindi... Þegar fundurinn var
búinn komu konurnar til mín og þökkuðu með handabandi fyrir ræðuna,
margar með tárvot augu... Aldrei hef ég hlotið eins innilegar þakkir fyrir ræðu
eins og þessa. Þegar ég flutti hana fann ég að ég var að setja fram heitustu óskir
og drauma þessara fátæku verkakvenna...71
Haustið 1924 kom upp innan Jafnaðarmannafélagsins umræða um að
skapa verkalýðsfélögunum á Norðurlandi sameiginlegan vettvang og
bakhjarl til þess að styrkja stöðu þeirra.8) Bar þar hvort tveggja til, að
Alþýðusambandið hafði lítið bolmagn til að hlaupa undir bagga með
þeim og að samgöngur innanlands voru allt annað en auðveldar.
Verkalýðssamband Norðurlands var síðan stofnað á Akureyri hinn 25.
apríl 1925. Að formi til var það eins konar fjórðungssamband ASI, en
hugsun stofnendanna var þó sú, að það starfaði allsjálfstætt. Stofnfélög
sambandsins voru fjögur, verkalýðsfélögin tvö á Akureyri og Verka-
mannafélag Siglufjarðar, auk Jafnaðarmannafélagsins á Akureyri.
Erlingur Friðjónsson var kjörinn forseti sambandsins, en Einar ritari
stjórnar þess. Verkalýðssamband Norðurlands tók við útgáfu Verka-