Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 22
20
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
sonar, en deildi jafnframt hart á framboð Heimastjómarflokksins, þar
sem Jón Þorláksson skipaði efsta sætið. Eftirtektarverður atburður úr
kosningabaráttunni fyrir þessar kosningar er kvennafundur, sem 30
stúdentar af þeim 100, sem í Háskólanum voru, boðuðu til í Bárunni til
stuðnings lista Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn varð sigurvegari
þessara kosninga í Reykjavík og fékk nú í fyrsta sinn kjörinn þing-
mann í eigin nafni. Nokkru síðar, eða hinn 24. apríl 1921, gekk Einar
í Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur, og voru meðmælendur hans þeir
Stefán Pjetursson og Stefán Jóh. Stefánsson.
I maímánuði þetta sama vor, í miðju upplestrarleyfi fyrir stúdents-
próf, skrifaði Einar Olgeiri föður sínum merkilegt bréf, sem vitnar um
þroskað lífsviðhorf hjá svo ungum manni. Segja má, að þar birtist nið-
urstaðan af lestri hans og íhugunum um þjóðfélagsmál árin á undan.
Undir lok bréfsins standa þessi orð: „Það getur vel skeð að jeg studeri
en lífsstarfið verður að líkindum helgað Socialismanum. Við tölum um
það í sumar“.9>
Námsár á erlendri grund 1921-1924
Að stúdentsprófi loknu hafði Einar fullan hug á að halda áfram á
menntabrautinni. Hafnarháskóli hafði um aldir verið Alma mater
íslenskra stúdenta, og þangað stóð hugur Einars til náms í sagnfræði
eða einhverri skyldri grein. A þessum tíma hagaði svo til, að stúdentar
áttu kost á 100 króna mánaðarstyrk, en sú upphæð dugði mönnum tæp-
ast til sæmilega öruggrar framfærslu. Hér varð því eitthvað meira til að
koma. Svo fór, að Olgeir, faðir Einars, tók víxillán í útibúi Islands-
banka á Akureyri fyrir farareyri og öðrum frumútgjöldum vegna hins
fyrirhugaða náms. Haustið 1921 var Einari ekki lengur neitt að van-
búnaði að halda utan. Til að halda niðri ferðakostnaðinum tók hann sér
far með síldarflutningaskipi til Gautaborgar, en þaðan lá leiðin með
járnbraut til Kaupmannahafnar. Þar átti Einar vinum að mæta þar sem
var Arnbjörg, móðursystir hans, en hún bjó í Hedemannsgade 3 úti við
Vötnin. Arnbjörg skaut yfir hann skjólshúsi, uns hann hafði fengið
leigt herbergi í Frederiksborggade. Ekki leið þó á löngu, uns alvarleg
fjárhagsvandræði tóku að sverfa að Einari, og líkt var á komið með
vini hans og félaga, Stefáni Pjeturssyni, sem einnig var við nám í