Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 62
60
SIGURÐUR RAGNARSSON
ANDVARI
því. ítarlega var um réttarhöldin fjallað í íslenskum blöðum. Þjóð-
viljinn fylgdi í frásögnum sínum opinberri línu sovétstjómarinnar,
enda komu fréttaskeyti hans frá opinberri sovéskri fréttastofu. íslenskir
kommúnistar tóku réttarhöldin gild og svo var um fleiri vinstrimenn,
hvað svo sem einstakir menn kunna að hafa hugsað innst inni. Ekki fer
hjá því, að bók Halldórs Kiljans Laxness, Gerska œfintýrið, sem út
kom einmitt haustið 1938, hefur haft drjúg skoðanamótandi áhrif varð-
andi afstöðu manna til réttarhaldanna, en Halldór fylgdist sjálfur með
lokahryðju þeirra. En bókin hafði ekki síður áhrif á afstöðu sósíalista
og annarra vinstrimanna til Sovétríkjanna almennt og þeirrar þjóðfé-
lagstilraunar, sem þar var í gangi. Um það vitnar ritdómur, sem Aðal-
björg Sigurðardóttir skrifaði í Rétt skömmu eftir útkomu bókarinnar.9)
Stofnfundur Sósíalistaflokksins var haldinn í Gamla bíói 24. október
1938. Það var ekki fyrr en seint á stofnþinginu, sem endanleg tillaga
um nafn á hinum nýja flokki kom fram, og hefur Héðni Valdimarssyni
verið eignaður höfundarréttur að nafninu: Sameiningarflokkur alþýðu
- Sósíalistaflokkurinn. Nafngiftinni var ætlað að undirstrika tvennt,
annars vegar eininguna, sem verið var að mynda, og hins vegar, að
flokkurinn væri sósíalískur. Á stofnþinginu var samþykkt sérstök
ályktun um alþjóðleg sambönd flokksins. Hún kvað á um, að flokkur-
inn stæði utan alþjóðasambanda, en skyldi jafnt eiga samskipti við
flokka kommúnista og sósíaldemókrata og þiggja boð á þing þeirra.
Héðinn Valdimarsson var kjörinn formaður hins nýja flokks, en Brynj-
ólfur Bjarnason formaður miðstjórnar. Þeir Einar Olgeirsson og Sigfús
Sigurhjartarson urðu varamenn þeirra.
Reynslan átti eftir að leiða í Ijós, að sósíaldemókrataflokkar voru
ekki reiðubúnir að þýðast alþjóðahyggju af þessu tagi, enda áttu þeir
fyrir sinn bræðraflokk hér á landi. Því varð reyndin sú á árunum eftir
heimsstyrjöldina síðari, að Sósíalistaflokkurinn hafði eingöngu flokks-
leg tengsl við kommúnistaflokka. Þetta breyttist þó að nokkru eftir
1960, þegar flokkar vinstrisósíalista voru stofnaðir í Danmörku og
Noregi og samskipti tókust við þá. Sjálfur sat ég opinn fund í Osló í
mars 1965, sem efnt var til í framhaldi af leiðtogafundi slíkra flokka.
Þar var Einar Olgeirsson meðal ræðumanna ásamt Aksel Larsen frá
Sósíalíska þjóðarflokknum í Danmörku, C. H. Hermansson, leiðtoga
sænskra kommúnista, og Ele Alenius, oddvita Lýðræðisbandalagsins í
Finnlandi. Mér eru alltaf minnisstæð þau orð, sem Finn Gustavsen,
leiðtogi Sósíalíska þjóðarflokksins í Noregi, viðhafði, er hann kynnti