Andvari - 01.01.2002, Blaðsíða 27
andvari
EINAR OLGEIRSSON
25
stefna þýskra stjómvalda gegn vesturveldunum komin í þrot. Þá var
ástandið orðið þannig, að þeir, sem á annað borð höfðu einhverja
vinnu, fengu útborgað tvisvar á dag og þustu í kjölfarið út í búð til að
kaupa eitthvað matarkyns, áður en launin brynnu upp til agna á verð-
bólgubálinu. I október var svo komið, að verð á brauði tvöfaldaðist frá
einum klukkutímanum til annars.l6) Við þessar aðstæður myndaði
Gustav Stresemann, leiðtogi Þýska þjóðarflokksins, samsteypustjórn á
breiðum grundvelli. Sú stjóm leitaði sátta og samkomulags við vestur-
veldin og gaf út nýjan gjaldmiðil. Með tilstyrk erlendra lánveitinga
tókst að festa verðgildi hans í sessi.17) Nú var búið með, að menn gætu
framfleytt sér í Berlín fyrir hundrað krónur á mánuði. Einar hlaut því
að halda heim og kom til Akureyrar í mars 1924 eftir rúmlega tveggja
°g hálfs árs útivist. Með þessari heimkomu var líka bundinn endir á
frekara háskólanám Einars erlendis. Þegar honum bauðst styrkur úr
sjóði Hannesar Árnasonar tveimur árum síðar, taldi hann sig svo bund-
Jnn af þeim verkefnum, sem hann þá var kominn á kaf í fyrir norðan,
að hann afþakkaði boðið.18)
Akureyrarárin
f*að gefur augaleið, að það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði að
hverfa frá milljónaborginni Berlín með sínu fjölskrúðuga og iðandi
mannlífi og setjast að í litlum kaupstað heima á íslandi. Akureyri hafði
þó vaxið og dafnað jafnt og þétt. Árið 1901 voru íbúar þar 1370, en
skv. manntali 1920 var íbúatalan komin í 2575 og fór enn hækkandi.0
frærinn var því sem óðast að verða í raun höfuðstaður Norðurlands.
Akureyri var þó enn í svipaðri stöðu í atvinnulegum efnum og önnur
kauptún og sjávarþorp á íslandi: atvinna var þar slitrótt og árstíða-
bundin, atvinnuleysi landlægt yfir vetrarmánuðina, á sumrin féll helst
tjl vinna við uppskipun, kaupavinna hjá bændum og við síldarvinnslu,
en slátrun á haustin.
En hvernig var umhorfs á vettvangi stjórnmála og verkalýðsmála á
Akureyri, þegar Einar settist þar að vorið 1924? Þá voru starfandi í
bænum tvö verkalýðsfélög, Verkamannafélag Akureyrar, stofnað 1906,
°g Verkakvennafélagið Eining, stofnað 1915. Þar var einnig gefið út
yikublaðið Verkamaðurinn, sem þeir bræður Erlingur og Halldór Frið-